Goðasteinn - 01.09.1966, Blaðsíða 26

Goðasteinn - 01.09.1966, Blaðsíða 26
skrifað um jólaleytið í vetur, heldur nein merki andlegrar hrörnunar. I framangreindri grein um Árna í Fróða er þess getið, að hann hafi gengið á alþýðuskóla í tvö sumur og einn vetur, þegar hann var í Pembina í Norður Dakota. Er það því auðsætt, að skólaganga hans var af mjög skornum skammti. En snemma brann honum fróð- leiksþorsti í brjósti, og bætti hann sér því upp skortinn á skóla- göngu með frábæru sjálfsnámi, óvenjulega víðtækum lestri ævilangt. 1 bréfi frá Árna, sem Sveinn Sigurðsson, ritstjóri Eimreiðarinnar, vitnar til í prýðilegri grein um hann, „Vestur-íslenzkur fróðleiks- maður“ (apríl-júní 1939), farast Árna þannig orð: „Ég hef lesið meira en fjögur þúsund bindi bóka og sum þeirra allstór, og aldrei hcfur mig iðrað þess að hafa varið tímanum í þann lestur. Flestir félaga minna kusu hcldur að verja frístundum sínum í spil og sam- kvæmi. Ég kaus bækurnar og braut heilann um það, sem í þeim stóð. Þetta cr orðin mér nautn, sem ég get ekki látið á móti mér.“ Meir en aldarfjórðungur er liðinn síðan þetta bréf var skrifað, og má óhætt fullyrða, að Árni hafi drjúgum bætt við þekkingarforða sinn með víðtækum lestri blaða, tímarita og bóka, á seinustu 25 árum ævi sinnar, því að hann var sílesandi. Hann var þessvegna maður sjálfmenntaður, í fyllstu og sönnustu merkingu þess orðs. Stærðfræðin var honum sérstaklega hugstæð, eins og hann segir í öðru bréfi (dags. 27. apríl 1939), sem Sveinn ritstjóri vitnar einnig til í umræddri ritgerð sinni: „Stærðfræðin var ein þeirra námsgreina, sem ég lagði mikla stund á í ungdæmi mínu, en allt var það tilsagnarlaust." En tilefni ritgerðar Sveins var einmitt bréf, sem Árni hafði sent honum um stærðfræðilegt efni, merkileg sönnun á setningu í flatar- málsfræði. Með lestri valinna bóka lagði Árni einnig stund á dýra- fræði, grasafræði, efnafræði, líffræði, stjörnufræði og eðlisfræði. Um sjálfsnám sitt fer hann annars þessum orðum í grein séra Magnúsar um hann í Fróða: „Nú var ég orðinn 18 vetra gamall. Þá fyrst varð ég þess vís, að ég kunni lítið sem ekkert í móðurmáli mínu - gat ekki, sem sagt, sett fram óbrjálaða hugsun á íslenzku máli, og þekkti ekkert til bókmcnnta okkar. Svo nú fór ég að reyna að stafa mig fram úr fornsögunum. En illa gekk mér að skilja kvæðin, því alþýðuútgáfan 24 Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.