Goðasteinn - 01.09.1966, Page 26

Goðasteinn - 01.09.1966, Page 26
skrifað um jólaleytið í vetur, heldur nein merki andlegrar hrörnunar. I framangreindri grein um Árna í Fróða er þess getið, að hann hafi gengið á alþýðuskóla í tvö sumur og einn vetur, þegar hann var í Pembina í Norður Dakota. Er það því auðsætt, að skólaganga hans var af mjög skornum skammti. En snemma brann honum fróð- leiksþorsti í brjósti, og bætti hann sér því upp skortinn á skóla- göngu með frábæru sjálfsnámi, óvenjulega víðtækum lestri ævilangt. 1 bréfi frá Árna, sem Sveinn Sigurðsson, ritstjóri Eimreiðarinnar, vitnar til í prýðilegri grein um hann, „Vestur-íslenzkur fróðleiks- maður“ (apríl-júní 1939), farast Árna þannig orð: „Ég hef lesið meira en fjögur þúsund bindi bóka og sum þeirra allstór, og aldrei hcfur mig iðrað þess að hafa varið tímanum í þann lestur. Flestir félaga minna kusu hcldur að verja frístundum sínum í spil og sam- kvæmi. Ég kaus bækurnar og braut heilann um það, sem í þeim stóð. Þetta cr orðin mér nautn, sem ég get ekki látið á móti mér.“ Meir en aldarfjórðungur er liðinn síðan þetta bréf var skrifað, og má óhætt fullyrða, að Árni hafi drjúgum bætt við þekkingarforða sinn með víðtækum lestri blaða, tímarita og bóka, á seinustu 25 árum ævi sinnar, því að hann var sílesandi. Hann var þessvegna maður sjálfmenntaður, í fyllstu og sönnustu merkingu þess orðs. Stærðfræðin var honum sérstaklega hugstæð, eins og hann segir í öðru bréfi (dags. 27. apríl 1939), sem Sveinn ritstjóri vitnar einnig til í umræddri ritgerð sinni: „Stærðfræðin var ein þeirra námsgreina, sem ég lagði mikla stund á í ungdæmi mínu, en allt var það tilsagnarlaust." En tilefni ritgerðar Sveins var einmitt bréf, sem Árni hafði sent honum um stærðfræðilegt efni, merkileg sönnun á setningu í flatar- málsfræði. Með lestri valinna bóka lagði Árni einnig stund á dýra- fræði, grasafræði, efnafræði, líffræði, stjörnufræði og eðlisfræði. Um sjálfsnám sitt fer hann annars þessum orðum í grein séra Magnúsar um hann í Fróða: „Nú var ég orðinn 18 vetra gamall. Þá fyrst varð ég þess vís, að ég kunni lítið sem ekkert í móðurmáli mínu - gat ekki, sem sagt, sett fram óbrjálaða hugsun á íslenzku máli, og þekkti ekkert til bókmcnnta okkar. Svo nú fór ég að reyna að stafa mig fram úr fornsögunum. En illa gekk mér að skilja kvæðin, því alþýðuútgáfan 24 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.