Goðasteinn - 01.09.1966, Blaðsíða 52

Goðasteinn - 01.09.1966, Blaðsíða 52
Jón R. Hjálmarsson: Um Fimmvörðuháls og Heljarkamb Fyrsta sinn farið á hestum. 20. ágúst Í966 Laugardaginn 20. ágúst lagði flokkur ríðandi manna upp frá Skógum undir Eyjafjöllum, og var farið skemmstu leið milli jökla um Fimmvörðuháls og Heljarkamb yfir í Þórsmörk. Mun þessi lcið aldrei fyrr hafa verið farin á hestum, svo að sögur hermi, enda verið talin ófær nema gangandi mönnum. Það, sem réði úrslitum, að þessi óvenjulega leið í Þórsmörk var nú farin á hestum í fyrsta sinn, var það að síðastliðið haust lögðu nokkrir áhugasamir Eyfellingar það á sig að höggva hestfært einstigi niður móbergsgil vestan Heljarkambs, er var versti farartálmi allrar leiðarinnar. Helzti hvatamaður leiðangurs þessa og fararstjóri var Sigur- bergur Magnússon í Steinum og lagði hann upp við níunda mann og með tuttugu hesta. Ferðin frá Skógum hófst nokkru fyrir hádegi og var riðið sem leið liggur inn Skógaheiði. Er þar víðast hvar greiðfært og að nokkru ruddur vegur langleiðina inn að Fimm- vörðuhálsi. Numið var staðar við skála Fjallamanna þar á Háls- inum og þar hittum við fyrir sex unga og vörpulega menn úr hjálparsveit skáta, og höfðu þeir dvalizt þar efra á jöklum og háfjöllum í vikutíma við æfingar. Skálinn, sem Fjallamenn reistu þarna árið 1940, er nú orðinn harla hrörlegur, enda mun ærið veðrasamt þarna á fjallinu. Af Fimmvörðuhálsi héldum við norður slakkann milli Eyjafjallajökuls og Mýrdalsjökuls, um Þrívörðusker og þaðan á hæð eina á norðurbrún fjallsins, er nefnist Bröttu- fannarsker. Leiðin þarna milli jöklanna liggur í 1100-1200 metra hæð yfir sjó og er grýtt og gróðurlaus, en snjór er þar ekki nema 50 Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.