Goðasteinn - 01.09.1966, Page 52
Jón R. Hjálmarsson:
Um Fimmvörðuháls
og Heljarkamb
Fyrsta sinn farið á hestum. 20. ágúst Í966
Laugardaginn 20. ágúst lagði flokkur ríðandi manna upp frá
Skógum undir Eyjafjöllum, og var farið skemmstu leið milli jökla
um Fimmvörðuháls og Heljarkamb yfir í Þórsmörk. Mun þessi
lcið aldrei fyrr hafa verið farin á hestum, svo að sögur hermi,
enda verið talin ófær nema gangandi mönnum. Það, sem réði
úrslitum, að þessi óvenjulega leið í Þórsmörk var nú farin á
hestum í fyrsta sinn, var það að síðastliðið haust lögðu nokkrir
áhugasamir Eyfellingar það á sig að höggva hestfært einstigi niður
móbergsgil vestan Heljarkambs, er var versti farartálmi allrar
leiðarinnar.
Helzti hvatamaður leiðangurs þessa og fararstjóri var Sigur-
bergur Magnússon í Steinum og lagði hann upp við níunda mann
og með tuttugu hesta. Ferðin frá Skógum hófst nokkru fyrir hádegi
og var riðið sem leið liggur inn Skógaheiði. Er þar víðast hvar
greiðfært og að nokkru ruddur vegur langleiðina inn að Fimm-
vörðuhálsi. Numið var staðar við skála Fjallamanna þar á Háls-
inum og þar hittum við fyrir sex unga og vörpulega menn úr
hjálparsveit skáta, og höfðu þeir dvalizt þar efra á jöklum og
háfjöllum í vikutíma við æfingar. Skálinn, sem Fjallamenn reistu
þarna árið 1940, er nú orðinn harla hrörlegur, enda mun ærið
veðrasamt þarna á fjallinu. Af Fimmvörðuhálsi héldum við norður
slakkann milli Eyjafjallajökuls og Mýrdalsjökuls, um Þrívörðusker
og þaðan á hæð eina á norðurbrún fjallsins, er nefnist Bröttu-
fannarsker. Leiðin þarna milli jöklanna liggur í 1100-1200 metra
hæð yfir sjó og er grýtt og gróðurlaus, en snjór er þar ekki nema
50
Goðasteinn