Goðasteinn - 01.09.1966, Blaðsíða 43
Hjalti Jónsson í Hólum:
Jón salti
Jón hét maður, Árnason, kallaður „salti“. Hann átti heima á
Mýrum í Austur-Skaftafellssýslu á 19. öldinni, en hvort hann var
þar upprunninn, veit ég ekki með vissu.
Jón bjó á Viðborði, í Hvömmunum, sem nefnt var. Er það býli
nú í eyði. Bærinn stóð undir klettunum fyrir ofan og vestan Við-
borðsbæinn, sem nú er einnig í eyði. Auknefnið „salti“ var sagt,
að Jón hefði fengið fyrir það, að hann hcfði einhvern tíma orðið
sér úti um saltkút, sennilega þá fundið hann á fjöru af strandaðri
fiskiskútu (duggu).
Jón þóttist vera skáld og orti óspart vísur um vini sína og kunn-
ingja. Voru það jafnan ferhendur en órímaðar, líktust að því leyti
skáldskap leirbullaranna nú á dögum. En þær höfðu það fram yfir
nýtízku leirburðinn, að menn lærðu þær og þær lifðu á vörum
manna. Þegar ég man fyrst, var oft hlegið dátt, þegar menn kváðu
þær. Ég man nokkuð af þessum vísum, sem ég lærði ósjálfrátt á
unglingsárunum, og þær hafa einhvern veginn tollað í minni mínu
til þessa. Flestar munu þær vera í Skaftfellskum þjóðsögum, sem
Guðmundur Jónsson í Hoffelli, bróðir minn, safnaði og út komu
á Akureyri 1941, en þar eru margar þeirra afbakaðar og máttu þó
varla við því. En það er svo með þá bók, að mikil óvandvirkni
virðist hafa átt sér stað við prentun hennar, svo þar úir og grúir
af villum, sem ekki voru í handritinu.
Þá hefst hér skáldskapur Jóns salta með tveimur stökum um
séra Þorstein Þórarinsson í Berufirði og konu hans, Sigríði Péturs-
dóttur:
Goðasteinn
41