Goðasteinn - 01.09.1966, Blaðsíða 80
hendur, nefndu lögmennirnir Sigurður Björnsson og Magnús Jóns-
son 12 lögréttumenn utan vébanda ... að álíta og yfirskoða þá
héraðsdóma, sem í greindu máli gengið höfðu undir útnefnd valds-
mannsins Gísla Magnússonar.“
Hér skulu nú nefndir aðeins þeir lögréttumenn í dóminum, sem
voru að sunnan: Jón Jónsson úr Árnessýslu; Sæmundur Árnason,
Ytra Hólmi, Borgarfjarðarsýslu; Bergur Benediktsson, síðast að
Hjalla í Ölfusi; Sigurður Núpsson, Esjubergi; Oddur Magnússon úr
Rangárþingi (Oddur bjó að Sperðli í Vestur Landeyjum en seinna í
Holtum. Hann var lögsagnari í Vestmannaeyjum um tíma); Þor-
steinn Jónsson, lögréttumaður úr Árnesþingi, (Er talinn hafa búið í
Grafningi).
Dómurinn yfir Sigvalda á Önundarstöðum var lesinn í heyranda
hljóði í lögréttu 7. júlí og segir þar, að enn að nýju hafi verið „yfir-
skoðaður þessa máls process, einkum það héraðsdómararnir, ásamt
landslaganna reglu um þetta efni útvísa. Og er nú (í drottins nafni),
að heilags anda náð tilkallaðri, endilegur dómur og ályktun lög-
manna og lögréttunnar hér uppá, að oftnefndur Sigvaldi Jónsson
sé sannprófaður banamaður Ólafs heitins Narfasonar, og því skuli
hann fyrir þetta verk á lífinu straffast. En um lífsstraffsins fram-
kvæmd allra þeirra stórbrotamanna, sem hér nú á Öxarárþingi hafa
undir dóm komið, er sett til hans konunglegrar majestats hábetrú-
aðs Christofers Heidemans dispensation (miðlunar, úrlausnar) og úr-
ræða eftir þeirri resolution (úrskurði), sem hann vænist, nú í ár
komið hafi af hans konglegrar majestatis kommercollegio (stjórnar-
ráði), ei alleinasta í þessum stórbrotamálum heldur og svo fleirum
öðrum, sem til falla kunna og útþrykkilega á þann veg horfa.“
Samkvæmt þessum dómi var Sigvaldi hálshöggvinn tveim dög-
um eftir uppkvaðninguna, þann 9. júlí. Samtímaheimildir eru fáorð-
ar um þann atburð. Setbergsannáll segir, að maður hafi verið háls-
höggvinn „er í kirkjuferð hefði barið nágranna sinn, hvar af hann
deyði.“ Og á öðrum stað segir: „Var réttaður á alþingi Sigvaldi
Jónsson fyrir mannslag." - -
Það sýnist mega álykta, að Sigvaldi á Önundarstöðum hafi haft á
sér gott orð og verið mannsefni. Til þess bendir það, er dómsmenn
í héraði taka það sérstaklega fram, að þeir viti ei annað en hann
78
Goðasteinn