Goðasteinn - 01.03.1967, Blaðsíða 8

Goðasteinn - 01.03.1967, Blaðsíða 8
■eftir helgina" séu viðbót afritara, því þess er áður getið, að þeim bræðrum var þegar heitið griðum og engin ástæða hefir verið fyrir Kirkjubæjarmenn að þykjast vilja rjúfa þau heit. í lok 13. kafla er setning, sem á heima í n. kafla, en afritari hefir misst úr og bætt þarna inn: „Þeir Þorsteinn fluttu heim lík þeirra •bræðra með kennimönnum". Enginn vafi er á, að þarna er átt við Þorstein Skeggjason og Klæng en ekki Þorstein hrakauga og vinnumenn Ögmundar, enda höfðu þeir annað fyrir stafni. Þegar þau atriði, sem hér hafa verið nefnd, eru athuguð, virðist mér, að álykta megi: Höfundur hefir að líkindum verið vestan Mýrdaissands, þegar sagan er skráð. Hann hefir verið í Kirkjubæ, þegar Steinunn Jónsdóttir andaðist, og líkur til, að hann hafi verið nákominn henni. Hann var með Ormssonum í þeirra síðustu ferð og sér, þegar þeir eru drepnir. Og af heildaráhrifum sögunnar má helzt ráða, að höfundur hafi verið vandabundinn bæði Svínfellingum og Kirkjubæjarmönnum. Nú veit ég ekki, hvort þeir Skeggjasynir dvöldu í elli sinni vestan Mýrdalssands, en þar sem þeir voru fæddir í Skógum undir Eyja- fjöllum, er það samt trúlegt. Þeir voru systursynir Steinunnar í Kirkjubæ og því líklegt, að þeir hafi dvalið þar eitthvað og verið vel kunnugir dagfari Ögmundar. Er sízt fyrir að synja, að þeir hafi verið í Kirkjubæ, þegar Steinunn dó. Þeir voru með Ormssonum í þeirra síðustu ferð og sjá, þegar þeir eru drepnir. Þeir eru náskyldir Ormssonum, því faðir þeirra, Skeggi í Skógum, var bróðir Álfheið- ar í Svínafelli, konu Orms, en kona Skeggja var systir Orms í Svínafelli. Þegar þessi ættartengsl eru athuguð, verður skiljanlegt, að þeim Skeggjasonum hafi tekið sárt til Svínfellinga og Kirkju- bæjarmanna. En hvor þeirra mundi hafa ritað söguna? Sérstaðan í lýsingunni á Þorsteini virðist mér benda á, að einmitt hann sé höfundurinn, enda er hans meira getið í sögunni og athugasemdir hafðar eftir honum en ekki eftir Klængi. Prófessor Einar Ól. Sveinsson hefir fært að því líkur, að Þor- steinn Skeggjason hafi ritað Njálu. Engum blöðum er um það að ó Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.