Goðasteinn - 01.03.1967, Blaðsíða 79

Goðasteinn - 01.03.1967, Blaðsíða 79
Jón R. Hjálmarsson: Sambúðin við landið Með hverju nýju sumri öðlumst við aukna bjartsýni og lífstrú. Á þessu sumri cins og áður, svo lengi sem við munum, býst landið okkar skrúða gróanda. Nýtt líf ólgar fram hvarvetna umhverfis okkur og gjörvöll náttúran ymur af lífi og grósku. í stað auðnar, kulda og kyrrstöðu vetrarins höfum við fengið gróður og hlýju. Birta og ylur, hin blikandi vopn sumarsins, hafa sigrað ríki dauðans. íslendingar búa við svartara skammdegi og lengri vetur en flest- ar aðrar þjóðir. Því er fögnuður okkar meiri við komu vors og sumars, heldur en venja er við þessi árstíðaskipti í öðrum löndum. Það er engin tilviljun, að hér skuli sumardagurinn fyrsti vera hátíð- isdagur, heldur er það rökrétt afleiðing þess fagnaðar, sem okkur er eiginlegur á þeim tímamótum. Ekki er mér kunnugt um, að finnist sambærilegur hátíðisdagur með öðrum þjóðum. En þrátt fyrir grósku sumarsins, eru víða skörð í þann skrúða, sem Eldgamla ísafold klæðist þessa dagana. Því valda harðindi óblíðrar náttúru, því valda eldgos og jökulhlaup, og því valda mennirnir ekki sízt. Með tilkomu mannavistar fyrir nær ellefu öld- um, tók fljótlega að halla undan fæti fyrir gróðri landsins, og hefur sigið á ógæfuhliðina síðan. Þessi óheillaþróun hefur vafalaust farið afar hægt af stað og gengið mishratt yfir landið eftir árferði og staðháttum, cn hún hefur haldið áfram og það sem verst er, þá heldur hún áfram enn þann dag í dag. Síðustu áratugina hafa verið gerðar lofsverðar tilraunir til að snúa straumnum við, og nokkuð hefur áunnizt við að hefta eyð- ingu hins gróna lands. En betur má, ef duga skal. Ekki er þó ástæða Goðasteinn 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.