Goðasteinn - 01.03.1967, Blaðsíða 57

Goðasteinn - 01.03.1967, Blaðsíða 57
sem frá örófi alda höfðu verið hluti af Danmörk og heita Skán, Halland og Blekingc. Frá Norðmönnum tóku þeir í sama ófriði héraðið Bóhúslén, sem cr strandræman frá Oslófirði suður að mynni Gautaelfur. Jafnvel í fjarlægum heimsálfum náðu Svíar fót- festu um þessar mundir og stofnuðu t. d. sænska nýlendu í Norður- Ameríku 1638 og nefndu Nýju Svíþjóð. Þeir misstu þessar lendur sínar fljótlega í hendur Hollendinga og síðar komust þær undir yHrráð Englendinga, en engu að síður ber tilraunin vott um þrótt og framtakssemi Svía á þessum tímum. Síðari hluta 17. aldar var ekki um frekari landvinninga að ræða og urðu Svíar að heyja harðar styrjaldir til að verja það, sem unnizt hafði, en engu að síður var stórveldið í fullum blóma og hagur ríkisins góður, er Karl 11. konungur féll frá og hinn fimmtán ára gamli sonur hans Karl 12. kom til valda, árið 1697., Þar sem Svíþjóð hafði hafizt í tölu stórvelda á kostnað nágranna sinna umhverfis Eystrasalt, var við því að búast, að þeir reyndu að hnekkja sænskum yfirráðum og vinna lönd sín aftur, er þeim óx fiskur um hrygg. Svo vildi til, að í löndum þeim, er um langt skeið höfðu látið í minni pokann fyrir Svíum og látið fyrir þeim lönd og héruð, komu til valda síðast á 17. öld þjóðhöfðingjar, sem hugsuðu hátt og voru staðráðnir í að lækka risið á sænska stór- veldinu. 1 Danmörk kom Friðrik 4. til valda 1699. Hann var dugandi stjórnandi og metorðagjarn. Takmark hans var að ná aftur hinum fornu dönsku héruðum syðst í Svíþjóð og var auk þess á glóðum vegna hins nána sambands milli Svíþjóðar og hertogadæmisins Holstein-Gottorp við suðurlandamæri Danmerkur. Taldi hann mikla nauðsyn bera til að rjúfa þau tengsl, er ógnuðu ríki hans með árás úr tveimur áttum í senn. í Póllandi hafði verið kosinn konungur Ágúst sterki kjörfursti í Saxlandi. Hann var þróttmikill stjórnmála- maður og hafði mikinn áhuga á að notfæra sér herstyrk þann, sem hann réð yfir í báðum löndum sínum, og var ákveðinn andstæð- ingur Svíþjóðar. í Rússlandi ríkti Pétur mikli kcisari. Hann stefndi frá byrjun að landvinningum. Sneri hann sér fyrst að Tyrklandi, en þcgar viðleitni hans þar bar ekki tilætlaðan árangur, tók hann að undirbúa árás á Svíþjóð. Goðasteinn 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.