Goðasteinn - 01.03.1967, Blaðsíða 33

Goðasteinn - 01.03.1967, Blaðsíða 33
hann þæði nokkra borgun fyrir fylgdina, og eftir samtalinu að skilnaði, datt víst engum í hug, að við sæum hann ekki framar og mundum frétta lát hans nokkrum dögum eftir, að við komum heim. Og sé nokkuð til í því, að mannsandinn sé nokkurs megnugur fyrir utan líkama sinn, ætti hugur okkar ekki að verða Gísla að farar- tálma, þar sem hann er nú. Skömmu eftir að við skildum við Gísla, hittum við Jörund Brynjólfsson í Múla og Kristján son Guðna á Gýgjarhóli. Komu þcir alla leið innan úr Kjalhrauni úr grenjaleit. Sýndist mér Jörund- ur engu síður ánægjulegur á svip, eftir vöku og ianga ferð í húðar- rigningu, en þegar hann sat á þingbekkjum. Að ferjustað Hvítár komum við kl. 8. Þar tókum við bátinn vest- an megin, fluttum nokkuð af fólki og farangri yfir, tókum bátinn, sem þar var fyrir og fórum með báða bátana vestur yfir. Þann fyrri létum við á sinn stað, fluttum afganginn austur yfir og settum upp bátinn. Þannig lagaðar ferjur koma ferðamönnum vel á ám í óbyggð um. Ferjustaðurinn á Hvítá er litlu neðar en hún fellur úr Hvítár- vatni. Er það sá langbezti ferjustaður, sem ég hef séð á stórá; áin svo lygn, að róa má beint yfir, og hesta ber svo sem ekki neitt. Frá ánni fórum við, er klukkuna vantaði kortér í níu. Skammt innar hittum við þrjá menn við tjald sitt. Voru þeir byrjaðir fyrir eitthvað tveimur dögum að varða veginn frá Hvítá að Blöndu. - Lítið eitt þar frá komum við að Svartá. Rigndi þá mjög en lyfti dálítið upp þokunni, og það varð til þess, að við gátum séð það stórfenglegasta útsýni, sem ég hef séð. Við vorum nú stödd syðst við Hvítárvatn, þar sem Svartá renn- ur í það en Hvítá fellur úr því. Sást nú allvel yfir vatnið í jökulinn og töluvert upp eftir honum. Vatnið er í jökulkrika. Að norðan steypist skriðjökull í það fram af hárri brún með dunum og dynkj- um, og þegar fram af brúninni kemur, þá grisjar í sjálft fjallið á milli jökulstykkjanna. Að vestan kemur annar skriðjökull niður líðandi halla og svo langt sem til sést, með þéttum, mismunandi stórum sprungum, grænum og bláum til að sjá. Vel mætti segja mér, að hann legði Hvítá ekki minna til, þó hann láti minna yfir sér. Hnútur eða snös í jöklinum aðskilur þessa skriðjökla. Vatnið er alsett jökum, mismunandi stórum og yfir að líta eins og stór- Goðasteinn 3i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.