Goðasteinn - 01.03.1967, Blaðsíða 35

Goðasteinn - 01.03.1967, Blaðsíða 35
skýjað loft og léttara til norðurs en biksvört rigningin og þokan í suðri, svo að Bláfell huidi að mestu. Kjalhraun er brunahraun, al- gróðurlaust, hefir að líkindum runnið úr eða frá Arnarfellsjökli, nær vestur undir Langjökul, suður að Kjalfelli og norður að Rjúpna- felli. Fellin eru nálægt miðjum röndum þess, norðan og sunnan, og tveggja tíma ferð, fetið, á milli fella. Við vórum io mínútum lengur, sem stafaði af því, að allar lægðir vóru undir snjó, sem óð töluvert í, en þó meir í hraungrand- ana, sem upp úr vóru. Mér hafði verið sagt, að rétt við götuna væri mjög mikið af kindabeinum, undir hól, sem er dálítið stærri en aðr- ir, og séu beinin af fé Reynistaðabræðra, sem úti urðu með það í hrauninu. Ég þóttist eftir lýsingunni sjá hólinn, en svo var mikill snjór í kringum hann, að beinin sáust ekki. Lciðin hefir verið vörðuð frá Kjalfelli norður í Mælifellsdal. Þcgar kemur nokkru norðar en á mitt hraunið, standa þrjár vörður saman. Þar er hraunið hæst og um leið landið á þessari leið. Segir tilfinningin skjótt til, að þar sé maður á takmörkum Norður- og Suðurlands, og ósjálfráð löngun til að nema staðar eitt augnablik grípur mann. En skynsemin segir manni að koma hestunum sem fyrst í haga, og hún verður yfirstcrkari. Nú fer landinu að halla til muna norður, og sólin er farin að skína á okkur öðru hvoru. Hveravellir eru góðan spöl vestur, og hátt fell sést vestan við norður í nokkurri fjarlægð. Höfum við öll heyrt, að Mælifells- hnúkur tæki upp úr öllum fjöllum í Skagafirði. Vildum við helzt öll að þetta fell væri hnúkurinn og sæjum þá í honum fyrir enda dag- leiðarinnar og óbyggðarinnar. En ég var svo fróður í landafræðinni að ég vissi, að Mælifellsdalur var vestan við hnúkinn, en ofan í hann áttum við að koma. Vörðurnar og áttin vísuðu okkur hins- vegar austan við fellið. Okkur fannst við eiga heimtingu á að sjá hæsta fjall í Skagafirði, eigi sízt fyrir það, að nú sáust engin vcru- leg fjöll, nema þetta og svo yzt við sjóndeildarhring í norðri há fjöil cða fjallgarður, sem var að mestu hulinn blámóðunni. Við gátum tæplega hugsað okkur, að við ættum að komast norður fyrir þau á einum degi. Við fórum nú að nota góða veginn, malaröldur, niður með Scyðisá, og ki. io vorum við komin á allgóða haga, skammt frá Goðasteinn 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.