Goðasteinn - 01.03.1967, Page 35

Goðasteinn - 01.03.1967, Page 35
skýjað loft og léttara til norðurs en biksvört rigningin og þokan í suðri, svo að Bláfell huidi að mestu. Kjalhraun er brunahraun, al- gróðurlaust, hefir að líkindum runnið úr eða frá Arnarfellsjökli, nær vestur undir Langjökul, suður að Kjalfelli og norður að Rjúpna- felli. Fellin eru nálægt miðjum röndum þess, norðan og sunnan, og tveggja tíma ferð, fetið, á milli fella. Við vórum io mínútum lengur, sem stafaði af því, að allar lægðir vóru undir snjó, sem óð töluvert í, en þó meir í hraungrand- ana, sem upp úr vóru. Mér hafði verið sagt, að rétt við götuna væri mjög mikið af kindabeinum, undir hól, sem er dálítið stærri en aðr- ir, og séu beinin af fé Reynistaðabræðra, sem úti urðu með það í hrauninu. Ég þóttist eftir lýsingunni sjá hólinn, en svo var mikill snjór í kringum hann, að beinin sáust ekki. Lciðin hefir verið vörðuð frá Kjalfelli norður í Mælifellsdal. Þcgar kemur nokkru norðar en á mitt hraunið, standa þrjár vörður saman. Þar er hraunið hæst og um leið landið á þessari leið. Segir tilfinningin skjótt til, að þar sé maður á takmörkum Norður- og Suðurlands, og ósjálfráð löngun til að nema staðar eitt augnablik grípur mann. En skynsemin segir manni að koma hestunum sem fyrst í haga, og hún verður yfirstcrkari. Nú fer landinu að halla til muna norður, og sólin er farin að skína á okkur öðru hvoru. Hveravellir eru góðan spöl vestur, og hátt fell sést vestan við norður í nokkurri fjarlægð. Höfum við öll heyrt, að Mælifells- hnúkur tæki upp úr öllum fjöllum í Skagafirði. Vildum við helzt öll að þetta fell væri hnúkurinn og sæjum þá í honum fyrir enda dag- leiðarinnar og óbyggðarinnar. En ég var svo fróður í landafræðinni að ég vissi, að Mælifellsdalur var vestan við hnúkinn, en ofan í hann áttum við að koma. Vörðurnar og áttin vísuðu okkur hins- vegar austan við fellið. Okkur fannst við eiga heimtingu á að sjá hæsta fjall í Skagafirði, eigi sízt fyrir það, að nú sáust engin vcru- leg fjöll, nema þetta og svo yzt við sjóndeildarhring í norðri há fjöil cða fjallgarður, sem var að mestu hulinn blámóðunni. Við gátum tæplega hugsað okkur, að við ættum að komast norður fyrir þau á einum degi. Við fórum nú að nota góða veginn, malaröldur, niður með Scyðisá, og ki. io vorum við komin á allgóða haga, skammt frá Goðasteinn 33

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.