Goðasteinn - 01.09.1968, Síða 5
Sr. Sváfnir Sveinbjarnarson:
Breiðabóls-
staður
1 Fljótshlíð
í Rangárþingi nær miðju stendur prestssetrið Breiðabólsstaður
í Fljótshlíð uppi í lágri og grösugri hlíð og horfir við suðri og
sól. Bæjaröð þétt er á báðar hliðar, frá austri til vesturs, og raun-
ar tvöföld á köflum inn eftir Hlíðinni. Að baki byggðinni eru
lágir ásar yzt, en fara hækkandi til norðausturs og eru þetta undir-
hlíðar Þríhyrnings og Tindfjalla, sem gnæfa yfir sveitinni. I austri
rís Eyjafjallajökull „hátt yfir sveit og höfði björtu svalar/ í him-
inblámans fagurtærri lind“, og má hann í tign sinni og reisn
heita höfuðprýði þessa umhverfis. í hásuðri blasa Vestmannaeyj-
ar við, aðskildar frá láglendi Landeyjanna af mjórri Ránarrönd,
frá Breiðabólsstað séð. Til vesturs takmarkast útsýni af Núps-
fjalli, lágum múla, sem skagar fram á sléttlendið.
Breiðabólsstaðar í Fijótshlíð er getið í Landnámu, en þá aðeins
í sambandi við landamerki í landnámi Ketils hængs. Saga stað-
arins hefst, að segja má, með Jóni helga Ögmundarsyni, er fyrst-
ur varð biskup á Hólum, en hann var fæddur á Breiðabólsstað
árið 1052 og bjuggu þar þá, á sjálfseign sinni, foreldrar hans, Ög-
Goðasteinn
3