Goðasteinn - 01.09.1968, Blaðsíða 7

Goðasteinn - 01.09.1968, Blaðsíða 7
kominn til þess að verða konungur eða jarl yfir Noregi. Kom það til, að þeim var kunnugt ætterni hans, að hann var kom- inn af Þóru, dóttur Magnúsar konungs berfætts, en hana átti Loftur Sæmundarson í Odda, og var hún langamma Páls. Auk þess var Páll að langfeðgatali sagður kominn af Haraldi hildi- tönn, Danakóngi. Er Páll hugðist losna við þessa áreitni með því að fara norður til Þrándheims, fórst hann í sjóslysi á þeirri leið. Sæmundur faðir hans í Odda kenndi Norðmönnum um lát sonar síns og brást þannig við, að hann beitti ofríki Björgvinjarkaup- menn, er voru hér við land og tók upp fé mikið fyrir þeim á Eyrarbakka og í Vestmannaeyjum. Ormur Jónsson, hálfbróðir Sæmundar, en albróðir Páls bisk- ups í Skálholti, bjó þá á Breiðabólsstað í Fljótshlíð. Sumarið eftir þessa atburði fór hann með Jóni syni sínum og Skeggja presti, er hann mun hafa haldið til að þjóna kirkju sinni, ásamt fleiri mönnum sínum, út í Eyjar til þess að sækja við til þaks á kirkju sína. Þeirri för lyktaði svo að þcir voru allir vegnir af norskum kaupmönnum, Ormur Breiðbælingur, Jón sonur hans og Skeggi prestur. Var það hefn.d kaupmanna vegna fjárupptekta Sæmundar í Odda. Þessi atburður varð 6. ágúst 1218. Sturlunga segir einnig, hvernig Ormur hafði fengið umráð Breiðabólsstaðar á þessa leið: „Þorlákur biskup réð og staðfestu undir systurson sinn Orm Jónsson, Breiðabólsstað í Fljótshlíð, þá staðfestu, er honum þótti bezt, þcirra er hann ætti forráð.“ Enn segir um Orm að hann var spekingur mikill að viti og hið mesta göfugmenni. Voru þeir báðir messudjáknar að vígslu, Orm- ur og Jón sonur hans. Dóttur átti Ormur, er Hallveig hét, og var hún gefin Birni Þorvaldssyni í Hruna, Gissurarsonar. Réðist Björn nú að Breiða- bólsstað og tók við búi því, er Ormur hafði átt og Dalverja- goðorði. Gerðist hann rausnarmaður í búi og þótti vænn til höfð- ingja. Ekki fékk hann þó lengi notið þessara virðinga, því að þremur árum síðar dregur enn til válegra tíðinda þar á staðn- um. Aðdragandinn var sá, í fáum orðum sagt, að mjög óvingaðist með þeim Birni Þorvaldssyni á Breiðabólsstað og Lofti, syni Páls biskups Jónssonar, en hann bjó á Skarði hinu vestra. Varð þeim Goðasteinn 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.