Goðasteinn - 01.09.1968, Blaðsíða 7
kominn til þess að verða konungur eða jarl yfir Noregi. Kom
það til, að þeim var kunnugt ætterni hans, að hann var kom-
inn af Þóru, dóttur Magnúsar konungs berfætts, en hana átti
Loftur Sæmundarson í Odda, og var hún langamma Páls. Auk
þess var Páll að langfeðgatali sagður kominn af Haraldi hildi-
tönn, Danakóngi. Er Páll hugðist losna við þessa áreitni með því
að fara norður til Þrándheims, fórst hann í sjóslysi á þeirri leið.
Sæmundur faðir hans í Odda kenndi Norðmönnum um lát sonar
síns og brást þannig við, að hann beitti ofríki Björgvinjarkaup-
menn, er voru hér við land og tók upp fé mikið fyrir þeim á
Eyrarbakka og í Vestmannaeyjum.
Ormur Jónsson, hálfbróðir Sæmundar, en albróðir Páls bisk-
ups í Skálholti, bjó þá á Breiðabólsstað í Fljótshlíð. Sumarið
eftir þessa atburði fór hann með Jóni syni sínum og Skeggja
presti, er hann mun hafa haldið til að þjóna kirkju sinni, ásamt
fleiri mönnum sínum, út í Eyjar til þess að sækja við til þaks á
kirkju sína. Þeirri för lyktaði svo að þcir voru allir vegnir af
norskum kaupmönnum, Ormur Breiðbælingur, Jón sonur hans og
Skeggi prestur. Var það hefn.d kaupmanna vegna fjárupptekta
Sæmundar í Odda. Þessi atburður varð 6. ágúst 1218.
Sturlunga segir einnig, hvernig Ormur hafði fengið umráð
Breiðabólsstaðar á þessa leið: „Þorlákur biskup réð og staðfestu
undir systurson sinn Orm Jónsson, Breiðabólsstað í Fljótshlíð,
þá staðfestu, er honum þótti bezt, þcirra er hann ætti forráð.“
Enn segir um Orm að hann var spekingur mikill að viti og hið
mesta göfugmenni. Voru þeir báðir messudjáknar að vígslu, Orm-
ur og Jón sonur hans.
Dóttur átti Ormur, er Hallveig hét, og var hún gefin Birni
Þorvaldssyni í Hruna, Gissurarsonar. Réðist Björn nú að Breiða-
bólsstað og tók við búi því, er Ormur hafði átt og Dalverja-
goðorði. Gerðist hann rausnarmaður í búi og þótti vænn til höfð-
ingja. Ekki fékk hann þó lengi notið þessara virðinga, því að
þremur árum síðar dregur enn til válegra tíðinda þar á staðn-
um. Aðdragandinn var sá, í fáum orðum sagt, að mjög óvingaðist
með þeim Birni Þorvaldssyni á Breiðabólsstað og Lofti, syni Páls
biskups Jónssonar, en hann bjó á Skarði hinu vestra. Varð þeim
Goðasteinn
5