Goðasteinn - 01.09.1968, Page 8
Breiðabólsstaður iSgo.
margt til, svo sem ágreiningur um skógamörk. „Það var og mikil
undirrót um missætti þeirra, að Oddaverjum þótti þungt, að Hauk-
dælir hæfist þar til ríkis fyrir austan ár,“ segir í Sturlungu.
Jókst deila þeirra og ósætti stig af stigi. Færðu Breiðbælingar
Loft í flimtan og gerðu um hann dansa marga og margskonar
spott annað. Var í því fremstur Steingrímur Skinngrýluson Isfirð-
ingur. Þar kom að Loftur sendi mann á Breiðabólsstað að segja
Birni, að hann mundi þar koma í annarri viku, og bað hann svo
við búast, að hann ætlaði að þá skyldi endir verða á deilum
þeirra. Eftir þetta höfðu hvorirtveggja mikinn viðurbúning um
vopn og herklæði. Loftur hafði þá hið bezta mannval og eigi
færri en tíu tigi manna. Var Guðlaugur af Þingvelli mest fyrir
með Lofti af öllum hans mönnum. Björn hafði sjö tigi manna
fyrir. Sturlunga segir svo frá fundi þeirra: „Þeir Björn höfðu bú-
izt um fyrir sunnan kirkju, höfðu lagt stórviðu frá stoðum þeim,
er voru við húsamótin forkirkjunnar og aðalkirkjunnar, og aðra
þar, er mættust sönghúsið og kirkja og suður á kirkjugarðinn, og
skipuðu sér þar á milli og horfðu sumir austur en sumir vestur.
Þá er Loftur reið í túnið, kvað hann þetta:
6
Goðasteinn