Goðasteinn - 01.09.1968, Qupperneq 10
garðinum til griða í flokk Sæmundar. Héðinn prestur lézt þar
með Birni og alls sjö menn.“ Fundurinn á Breiðabólsstað var
Bótólfsmessu, sem er 17. júní, árið 1221.
Hallveig Ormsdóttir, ekkja Bjarnar Þorvaldssonar, var talin
féríkust kona á íslandi á sinni tíð. Hún gerði síðar félag við
Snorra Sturluson, en sonur hennar og Bjarnar, Ormur Bjarnar-
son tók síðar við búi og mannaforráðum á Breiðabólsstað. Átti
hann deilur við Snorra Sturluson um móðurarf sinn árið 1241.
Fátt er nú vitað um ábúendur og presta á Breiðabólsstað næstu
tvær aldirnar, utan nöfn þeirra nokkurra, og gefst hér ekki tóm
til að rekja þá slóð. Hins vegar gefa máldagar kirkjunnar á
Brciðabólsstað frá þcim tímum nokkra mynd af viðgangi stað-
arins. f máldaga kirkjunnar, sem Jón biskup Halldórsson setti um
1330, segir m. a.:
„Maríukirkja á Breiðabólstað (en kirkjan mun frá upphafi hafa
verið helguð Maríu mey, svo sem algengast var) á heimaland allt,
Sámstaði hina ytri, Konungsmúla hálfan, Þórugnúp, Borgarholt,
Skálmholt. 16 kýr, níu tigi ásauðar, 20 hundruð í metfé, 7 hross
roskin, 2 þrevetur, 1 tvævett, 2 veturgömul, yxn 2 fjögra vetra og
1 fimmvetra, 4 kálfa, 16 sauði tvævetra og 40 veturgamla, 3 naut
tvævetur, 7 veturgömul, in summa (þ. e. alls) hálft fimmta kú-
gildi og 40.
3 vættir smjörs og 3 hundruð skreiðar, 30 fjórðunga skyrs, 20
fjórðunga kjöts.
Hún á níu manna messuklæði og tvo hökla lausa, 7 kantara-
kápur, 4 altaraklæði með dúkum, 4 kaleika, skrín 2 með helgum
dómum, altarisstein búinn, klukkur 6 og bjöllur 2. Síðan er upp
talið hve mikið og í hverju skuli gjalda til kirkjunnar á eftir-
töldum jörðum: Kirkjulæk, Langagerði, Lambey, Lfppsölum, Ey,
Tjaldastöðum, Skarði hinu eystra, Brekkulandi, Geldingalæk, Þor-
lcifsstöðum, Geilum, Voðmúlastöðum, Vatnsdal, Bcrgþórshvoli,
Rcynifelli, Háfi, Þykkvabæ og Arngeirsstöðum. Loks er talið upp
eftirfarandi: Stóðhrossabeit í Kirkjulækjarland og réttarhald að
Hundsmel. 6 aurar vöru í Ulfsstöðum og hálfur fjórði eyrir í Fit
vestri. Hönd hins hcilaga Johannis holenzis (þ. e. Jóns helga
Hólabiskups) með armlcggjum. Þar skulu vera 3 prestar og 2
8
Goðasteinn