Goðasteinn - 01.09.1968, Side 11

Goðasteinn - 01.09.1968, Side 11
djáknar." Ennfremur segir þar að árið 1326 braut kirkju á Breiða- bólstað í Fljótshlíð fyrir ofviðri laugardaginn fyrir páska, 22. marz. í Vilkinsmáldaga frá 1397 er allt hið sama talið og nokkru aukið við, einkum því, sem segir að sr. Hafliði hafi lagt kirkj- unni. Er þ. á. m. land hálft að Konungsmúla, svo að kirkjan hefur eignazt þá jörð alla, 3 hundruð fjöru, er liggur við Maríu- fjöru, skógur er liggur hjá Stapa. Einnig 4 kýr og 3 tigir ásauðar, messuklæði og klukka og loks kaleikur, er stendur 12 aura. Mætti e. t. v. láta sér detta í hug að þetta gæti verið kaleikur sá, sem kirkjan á enn í dag og er einhver hinn ágætasti gripur sinnar tegundar og gæti sennilega aldurs síns vegna hafa borizt kirkj- unni um hendur Hafliða prests. Er þó til önnur saga af uppruna hans, sem hnígur að því, að frá álfum sé kominn. Um þessar mundir voru annexíukirkjur frá Breiðabólsstað að Lambey, Þorvarðarstöðum og Ey. Skyldi syngja þar annan hvern helgan dag af Breiðabólsstað á hverjum stað. Síðar var einnig annexía á Velli og bænhús í Vatnsdal. Þess eru dæmí frá fyrstu öldum kristninnar hér á íandi og raunar allt fram undir siðaskipti, að prestar hafi haft veitingu fyrir tveimur eða fleiri brauðum samtímis og þá haft aðra presta í sinni þjónustu. Svo virðist hafa verið um a. m. k. tvo presta er héldu Breiðabólsstað á 15. öld, þá sr. Þórarin Andrésson, er einnig hélt Hallormsstað og sat þar, og sr. Jón Pálsson Maríu- skáid, sem einnig hélt Breiðabólsstað um tíma, en átti annars alla sína sögu norðanlands. Á 15. og 16. öld, bæði fyrir og eftir siðaskiptin, virðast komast á viss tengsl milli Breiðabólsstaðar og Skálholtsstóls, en þau voru í því fólgin að ráðsmenn í Skálholti hljóta veitingu fyrir Breiðabólsstað hver eftir annan. Þannig er um Jón Gíslason, Ögmund Pálsson, Þorleif Eiríksson og Jón Bjarnason, sem hver af öðrum eru ráðsmenn í Skálholti og síð- an prestar á Breiðabólsstað. Sr. Ögmundur Pálsson var vestfirzkrar ættar og hafði menntazt bæði innan lands og utan í Englandi og Hollandi. Hann varð kirkjuprestur í Skálholti og jafnframt skipstjóri á skútu Skál- holtsstaðar og umboðsmaður Stefáns biskups Jónssonar í við- skiptum stólsins utanlands. 1503 eða 4 verður hann prestur á Godasteinn 9

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.