Goðasteinn - 01.09.1968, Page 13

Goðasteinn - 01.09.1968, Page 13
staðnum. En þeir menn, er þá voru heima á staðnum, bjuggust til varnar, gengu út um hinar dyrnar, gerðu áhlaup að Bessa- staðamönnum og særðu marga þeirra, drápu einn eða tvo. Einn þeirra er særður var hét Jón Bagge, norskur maður. Var hann særður undir herðablaðið til ólífis. En Vigfús lögmaður Erlends- son á Hlíðarenda, læknir góður, græddi þennan mann. Það er enn mælt, að ekki hafi þessi atburður orðið að fyrirmælum Og- mundar, en goldið hafi hann þess seinna og mundi það þá hafa verið í utanför hans til biskupsvígslu síðar. Árið 1515 fer Ögmundur Pálsson frá Breiðabólsstað og gerist ábóti í Viðey. 1519 er hann svo kosinn biskup eftir fráfall Stef- áns biskups Jónssonar. Ögmundur var mjög mikilhæfur maður, stjórnsamur og siðavandur, en þótti skapharður og óvæginn eins og fram þótti koma í biskupsdómi hans. Eftir sr. Jóni Bjarnasyni á Breiðabólsstað, fyrrum Skálholtsráðsmanni, eru þau ummæli höfð, að hann hefði aldrei geðmannlegri mann séð, hvorki utan lands né innan, eður höfðinglegri en Ögmund biskup. Alkunn eru dapurleg ævilok hans í umróti siðaskiptatímans. Hann lézt í hafi, fangi á dönsku herskipi, sem flytja átti hann utan. Eftirmaður Ögmundar á Breiðabólsstað var sr. Þorleifur Ei- ríksson, er verið hafði staðarráðsmaður í Skálholti og skipherra á kaupfari Skálholtsstaðar. Höfðu þeir báðir, Ögmundur og hann, slíka skipstjórn með höndum, einnig eftir að þeir voru orðnir prestar á Breiðabólsstað. Sr. Þorleifur var einn af fáum prestum sunnanlands, sem héldu fast við kaþólska trú og vildi heldur gefa upp embætti og staðfestu, en taka við hinum nýja sið. Af þeim sökum lét hann af prestsskap 1542. Tók þá við staðnum sr. Þórður Marteinsson, sonur Marteins biskups Einarssonar, maður lærður vel og skáldmæltur og hafa sumir eignað honum þýðingu sálmakvers föður hans, prentaða. Næstur kemur að staðnum árið 1554 sr. Jón Bjarnason, sem áður var nefndur. Hefur hann verið mikilhæfur maður og kemur talsvert við sögu siðaskiptanna. Hafði hann staðarráð í Skálholti þegar róstusamast var eftir lát Giss- urar biskups Einarssonar og varði Skálholtsstað fyrir Jóni bisk- upi Arasyni og liðssafnaði hans sumarið 1548. Hann hafði haldið Odda nokkur ár áður en hann fékk Breiðabólsstað. Eftir hann Goðasteinn 11

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.