Goðasteinn - 01.09.1968, Blaðsíða 13

Goðasteinn - 01.09.1968, Blaðsíða 13
staðnum. En þeir menn, er þá voru heima á staðnum, bjuggust til varnar, gengu út um hinar dyrnar, gerðu áhlaup að Bessa- staðamönnum og særðu marga þeirra, drápu einn eða tvo. Einn þeirra er særður var hét Jón Bagge, norskur maður. Var hann særður undir herðablaðið til ólífis. En Vigfús lögmaður Erlends- son á Hlíðarenda, læknir góður, græddi þennan mann. Það er enn mælt, að ekki hafi þessi atburður orðið að fyrirmælum Og- mundar, en goldið hafi hann þess seinna og mundi það þá hafa verið í utanför hans til biskupsvígslu síðar. Árið 1515 fer Ögmundur Pálsson frá Breiðabólsstað og gerist ábóti í Viðey. 1519 er hann svo kosinn biskup eftir fráfall Stef- áns biskups Jónssonar. Ögmundur var mjög mikilhæfur maður, stjórnsamur og siðavandur, en þótti skapharður og óvæginn eins og fram þótti koma í biskupsdómi hans. Eftir sr. Jóni Bjarnasyni á Breiðabólsstað, fyrrum Skálholtsráðsmanni, eru þau ummæli höfð, að hann hefði aldrei geðmannlegri mann séð, hvorki utan lands né innan, eður höfðinglegri en Ögmund biskup. Alkunn eru dapurleg ævilok hans í umróti siðaskiptatímans. Hann lézt í hafi, fangi á dönsku herskipi, sem flytja átti hann utan. Eftirmaður Ögmundar á Breiðabólsstað var sr. Þorleifur Ei- ríksson, er verið hafði staðarráðsmaður í Skálholti og skipherra á kaupfari Skálholtsstaðar. Höfðu þeir báðir, Ögmundur og hann, slíka skipstjórn með höndum, einnig eftir að þeir voru orðnir prestar á Breiðabólsstað. Sr. Þorleifur var einn af fáum prestum sunnanlands, sem héldu fast við kaþólska trú og vildi heldur gefa upp embætti og staðfestu, en taka við hinum nýja sið. Af þeim sökum lét hann af prestsskap 1542. Tók þá við staðnum sr. Þórður Marteinsson, sonur Marteins biskups Einarssonar, maður lærður vel og skáldmæltur og hafa sumir eignað honum þýðingu sálmakvers föður hans, prentaða. Næstur kemur að staðnum árið 1554 sr. Jón Bjarnason, sem áður var nefndur. Hefur hann verið mikilhæfur maður og kemur talsvert við sögu siðaskiptanna. Hafði hann staðarráð í Skálholti þegar róstusamast var eftir lát Giss- urar biskups Einarssonar og varði Skálholtsstað fyrir Jóni bisk- upi Arasyni og liðssafnaði hans sumarið 1548. Hann hafði haldið Odda nokkur ár áður en hann fékk Breiðabólsstað. Eftir hann Goðasteinn 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.