Goðasteinn - 01.09.1968, Page 15
á réttum stað, þ. e. hjá konungi og gerist prestur á Breiðabóls-
stað 1718 og prófastur tveimur árum síðar-. Jón biskup Vídalín
hafði á honum miklar mætur, veitti honum umboð til að vísit-
era í Skálholtsbiskupsdæmi og hugði að fá hann gerðan að vara-
biskupi. Hann kom nokkuð við sögu Schwarzkopfmálsins á Bessa-
stöðum, og er hann gerður að einni aðalpersónunni í skáldsögu
Guðmundar Daníelssonar, Hrafnhcttu, sem byggð er á þeim at-
burðum. Sr. Þorleifur fór utan eftir fráfall Jóns biskups Vídalín
til þess að reyna að verða sér úti um biskupsdóm í Skálholti, en
það tókst ekki, og er jafnvel talið að Árni Magnússon hafi
spyrnt þar fæti fyrir. Sr. Þorlcifur drukknaði í Markarfljóti 12.
jan. 1727. Sögn er um það, að hann hafi þá haft meðferðis kal-
eikinn, sem áður var nefndur, í hnakktösku sinni, og hafi hann
fundizt rekinn á eyri í fljótinu, umbúðalaus, og verið hið eina,
sem fljótið skilaði af feng sínum í það skiptið.
Eftir hann fær Breiðabólsstað sr. Halldór Pálsson, sýslumanns
á Eiðum, Marteinssonar. Hann var af Harboe, hinum danska
tilsjónarmanni, talinn mörgum líklegri til biskups fyrir lærdóms-
sakir, ef hann hneigðist ekki stundum of mjög til óreglu. Kona
hans var Sigríður ísleifsdóttir, sýslumanns á Felli í Suðursveit,
Einarssonar.
Eftir lát sr. Halldórs Pálssonar fær Breiðabólsstað árið 1750
sr. Högni prófastur og prestafaðir Sigurðsson. Hann var kominn
af sr. Ólafi Guðmundssyni á Sauðanesi og höfðu faðir hans, afi
og langafi hver fram af öðrum verið prestar í Einholti á Mýr-
um austur. Þar var sr. Högni fæddur og varð þar aðstoðarprest-
ur föður síns, en síðan prestur á Kálfafellsstað og Stafafelli og
prófastur í Skaftafellssýslum. Þegar hann sótti um Breiðabóls-
stað var hann einn af 18 umsækjendum og er talið að hann hafi
notið tillagna Harboes biskups við konung, er hann varð þeirra
hlutskarpastur. En Harboe hafði fengið álit á sr. Högna m. a.
vegna þýðingar hans á barnalærdómsbók Eiríks Pontoppidans, en
hún þótti bera langt af þýðingum þriggja annarra presta, sem
einnig höfðu reynt sig á því sama verkefni. Var þýðing sr.
Hö gna notuð lengi við barnafræðslu hér á landi. Einnig hafði
sr. Högni reynzt frábærlega samvizkusamur og farsæll í embættis-
Goðasteinn
13