Goðasteinn - 01.09.1968, Síða 15

Goðasteinn - 01.09.1968, Síða 15
á réttum stað, þ. e. hjá konungi og gerist prestur á Breiðabóls- stað 1718 og prófastur tveimur árum síðar-. Jón biskup Vídalín hafði á honum miklar mætur, veitti honum umboð til að vísit- era í Skálholtsbiskupsdæmi og hugði að fá hann gerðan að vara- biskupi. Hann kom nokkuð við sögu Schwarzkopfmálsins á Bessa- stöðum, og er hann gerður að einni aðalpersónunni í skáldsögu Guðmundar Daníelssonar, Hrafnhcttu, sem byggð er á þeim at- burðum. Sr. Þorleifur fór utan eftir fráfall Jóns biskups Vídalín til þess að reyna að verða sér úti um biskupsdóm í Skálholti, en það tókst ekki, og er jafnvel talið að Árni Magnússon hafi spyrnt þar fæti fyrir. Sr. Þorlcifur drukknaði í Markarfljóti 12. jan. 1727. Sögn er um það, að hann hafi þá haft meðferðis kal- eikinn, sem áður var nefndur, í hnakktösku sinni, og hafi hann fundizt rekinn á eyri í fljótinu, umbúðalaus, og verið hið eina, sem fljótið skilaði af feng sínum í það skiptið. Eftir hann fær Breiðabólsstað sr. Halldór Pálsson, sýslumanns á Eiðum, Marteinssonar. Hann var af Harboe, hinum danska tilsjónarmanni, talinn mörgum líklegri til biskups fyrir lærdóms- sakir, ef hann hneigðist ekki stundum of mjög til óreglu. Kona hans var Sigríður ísleifsdóttir, sýslumanns á Felli í Suðursveit, Einarssonar. Eftir lát sr. Halldórs Pálssonar fær Breiðabólsstað árið 1750 sr. Högni prófastur og prestafaðir Sigurðsson. Hann var kominn af sr. Ólafi Guðmundssyni á Sauðanesi og höfðu faðir hans, afi og langafi hver fram af öðrum verið prestar í Einholti á Mýr- um austur. Þar var sr. Högni fæddur og varð þar aðstoðarprest- ur föður síns, en síðan prestur á Kálfafellsstað og Stafafelli og prófastur í Skaftafellssýslum. Þegar hann sótti um Breiðabóls- stað var hann einn af 18 umsækjendum og er talið að hann hafi notið tillagna Harboes biskups við konung, er hann varð þeirra hlutskarpastur. En Harboe hafði fengið álit á sr. Högna m. a. vegna þýðingar hans á barnalærdómsbók Eiríks Pontoppidans, en hún þótti bera langt af þýðingum þriggja annarra presta, sem einnig höfðu reynt sig á því sama verkefni. Var þýðing sr. Hö gna notuð lengi við barnafræðslu hér á landi. Einnig hafði sr. Högni reynzt frábærlega samvizkusamur og farsæll í embættis- Goðasteinn 13
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.