Goðasteinn - 01.09.1968, Side 18

Goðasteinn - 01.09.1968, Side 18
1824-26. Sagður gáfumaður og ágætur ræðumaður, en raddmað- ur minni. Hélt hann staðinn til 1834, er sá maður fær veitingu fyrir Breiðabólsstað, er ásamt Jóni Ögmundarsyni og Ögmundi Pálssyni hefur varpað mestum ljóma yfir nafn staðarins, þótt ekki yrði biskup eins og þeir og sæti flestum skemur í embætti, eða aðeins 6 ár. Sá maður var Tómas Sæmundsson. Er saga hans alkunn, svo veigamikinn sess, sem hann hefur áunnið sér í þjóð- arsögunni. Gefst hér sízt tóm til að gera honum þau skil, er verðugt væri og verður að vísa til hinnar ítarlegu ævisögu hans eftir dótturson hans, dr. Jón biskup Helgason. Sr. Tómas var sonar-sonar-sonur sr. Högna prestaföður og kostaði faðir hans, Sæmundur bóndi í Eyvindarholti, einhver mesti búhöldur um sína daga, hann til náms í Kaupmannahöfn. Að loknu námi þar, fer hann sína frægu för suður um álfuna, allt til Miklagarðs, en missti heilsuna vegna slæmrar aðbúðar og féleysis á heimleið um Parísarborg. Er hann kemur út til Islands, heldur hann fyrst norður í Aðaldal að sækja konuefni sitt, Sig- ríði Þórðardóttur sýslumanns í Garði, Björnssonar, en hún hafði setið í festum í full fimm ár. Hafði sr. Tómas þar vetursetu, en sumarið eftir fer hann Sprengisandsleið, þar sem hann finnur gróðurvin þá, undir Tungnafellsjökli, sem við hann er kennd og Tómasarhagi heitir síðan. Sezt hann þá á Breiðabóisstað sumarið 1835 og verður árið eftir prófastur í Rangárþingi. Gerist hann þegar hinn skörulegasti kennimaður og umsvifamikill bóndi, og um leið afkastamikiil rithöfundur og leiðtogi í framfaramálum þjóðarinnar. Þátttaka hans í útgáfu tímaritsins Fjölnis verður trú- lega það, sem lengst heldur nafni hans á lofti. Freistandi er að hugleiða, þó til lítils komi, hver afrek hans hefðu getað orðið, ef honum hefði gefizt lengra líf og heilsa, slíkur yfirburðamaður sem hann var á mörgum sviðum. En íslands óhamingju varð það enn að vopni, að sjúkleiki hans ágerðist og lagði hann í gröfina vorið 1841, tæplega 34 ára gamlan. Stærsti minnisvarð- inn í kirkjugarðinum á Breiðabólsstað er yfir moldum hans. Eftirmaður sr. Tómasar á Breiðabólsstað varð sr. Jón Hall- dórsson, áður prestur til Fljótshlíðarþinga. Hann hélt staðinn til æviloka, 1858, og var jafnframt prófastur 10 síðustu árin. Hafði 16 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.