Goðasteinn - 01.09.1968, Page 21
um þröngan stakk. Þó er hitt fleira, sem fyrnska og gleymska
hylur af öllu því, sem eitt sinn var lifandi saga, - og trúlega er
margt af því jafnvel merkara en ýmislegt það, sem geymzt hefur.
Oft fer hljótt það, sem hollast grær.
Útvarpseritrdi 1. 9. 1967 í þættinum: fslcnzk prestssetur.
Draumvísa
Guðmund Guðnason frá Hælavík dreymdi skömmu eftir að hann
flutti á Hrafnistu í Reykjavík, að hann var kominn á óþekktan
stað, þar sem hann hitti mann, er hann hafði aldrei séð áður. Var
sá fríður álitum og mikill á velli. Guðmundur vissi, að hann var
dáinn og byrjaði að spyrja hann um framhaldslífið. Hann svaraði
með vísu og hvarf síðan:
Endurnýjað hef ég hold,
hugans frí af sorgum,
ek í skýjum yfir fold,
en þó bý í jarðarmold.
Goðasteinn
19