Goðasteinn - 01.09.1968, Page 25

Goðasteinn - 01.09.1968, Page 25
jón R. Hjálmarssort: Gengið á Eyjafjalla- jökul Höfundur á Goðasteini. Eyjafjallajökull er tvímælalaust eitt fegursta og svipmesta fjall á landi hér og þótt víðar væri leitað. Oft hefur það hvarflað að mér á liðnum árum, að gaman væri að klífa á tind hans, en lengi vel varð ekki af því. Svo var það síðsumars 1968, að hug- myndin sótti á mig með nýjum þrótti. Þriðjudagurinn 6. ágúst rann upp bjartur og fagur. Mér varð litið til jökulsins, þar sem hann kinkaði hvítum kolli í skýlausum himinbláma yfir græna heiðarbrúnina ofan Skóga. Þetta virtist kjörinn dagur til jökul- göngu. En ekki er ráðlegt að ganga einsamall á reginfjöll. Því hitti ég að máli vin minn og nágranna Þórð Tómasson og leitaði eftir samfylgd hans. Hann hafði störfum að gegna í Byggðasafni, en var sama sinnis og ég, að fróðlegt og skemmtilegt mundi vera að ganga á Goðastein á þessum degi. Var því svo um samið, að systur hans, Guðrún og Þóra önnuðust safnvörzlu eftir há- degi, en hann gengi með mér upp í hið hvíta ríki jökulsins. Við ókum að Seljavöllum, því að þaðan er talin skemmst og Goðasteinn 23

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.