Goðasteinn - 01.09.1968, Blaðsíða 26

Goðasteinn - 01.09.1968, Blaðsíða 26
auðveldust leið á jökultind. Frú Anna Jónsdóttir fræddi okkur um ýmisiegt varðandi ferðina og sagði okkur meðal annars, að það væri tveggja stunda ganga að jökulrönd og aðrar tvær stundir á jökli, þar til upp væri komið. Brátt lögðum við land undir fót upp Seljavallaheiðina. Var það harla bratt í fyrstu, en greiðara, þegar ofar dró. Uppi á heiðinni rákumst við á fjölmarga skurði, mannvirki, sem Óskar Ásbjörnsson á Seljavöllum hafði grafið á sínum tíma til að safna vatni í rafstöðvarlæk sinn. Eftir því sem oíar dró varð landslagið sífeilt hrikalegra og gróðurfar snauð- ara. Brátt tókum við að sjá ofan á fell og gnípur, sem úr byggð rísa hátt yfir sveit. Þegar við nálguðumst jökulröndina, gat víða að líta gróðurlausan ruðning og mátti þar glöggt sjá, hversu mjög jökullinn hafði hopað síðustu árin. Loks náðum við að jöklinum og héldum ótrauðir upp á hjarn- breiðurnar. Sólfar var mikið, hlýtt í veðri og vatnsagi hið neðra. Jökullinn er mjög sprunginn og urðum við víða að fara með gát. Til öryggis gengum við með tólf metra kaðal milli okkar, þar sem hættulegast var að fara. Samkvæmt ráðum Önnu á Selja- völlum gengum við fyrst í stað til norðvesturs og beygðum síð- an, er við vorum miðja vegu upp, til norðausturs í stefnu á Goða- stein. Gangan sóttist vel, þótt við tefðumst hér og þar við skugga- legar og hyldjúpar sprungur. Brátt komum við að Goðasteini framanverðum og gengum að baki honum upp á hájökulinn. Blasti þá við hið dýrlegasta útsýni til allra átta. í vestri gat að líta Suðurlandssléttuna miklu, Reykjanesfjöll, Botnssúlur og Skjald- breið. Heklu, Tindafjöll og Torfajökul bar hæst í norðri, en yfir Hofsjökli og Langjökli var skýjabakki. Mýrdalsjökull lá fyrir fótum okkar í austri, og mátti heita að vel sæist til Lómagnúps, en ekki lengra sakir misturs. Til suðurs horfðum við niður á heiðar, fjöll og byggðir Mýrdals og Eyjafjalla með Vestmanna- eyjar úti fyrir ströndinni eins og skipaflota á glitrandi víðáttu úthafsins. Llver sem litið hefur landið á björtum degi frá tindi Eyjafjallajökuls, mun geyma þá mynd í huga sér sem helgidóm til æviloka. Þegar við svipuðumst um hið efra á jöklinum, leyndi það sér ekki að hann er eldfjall. Ofan í hvirfil hans miðjan er mikil skál, 24 Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.