Goðasteinn - 01.09.1968, Qupperneq 32

Goðasteinn - 01.09.1968, Qupperneq 32
var þæfingsófærð, því að skelin brotnaði undan okkur, en svo fór hún að halda, og þá markaði varla fyrir spori. Loftið var farið að þynnast, svo að við mæddumst fljótt, enda vorum við þá komnir 4-5 þúsund fet yfir sjó. Við gengum í hægðum okk- ar upp eftir og námum staðar við og við, til þess að horfa á þau imdur, sem fyrir okkur bar. Láglendið undir Eyjafjöllum lá eins og útbreitt landbréf undir fótum okkar. Árnar kvísluðust milli grænna hólma og grárra sanda, breiddu úr sér við ósana og börðust loks við brimgarð- inn. Fram undan söndunum lágu Vestmannaeyjar eins og dá- lítill herskipafloti. Höfnin á Heimaey skein eins og gullnisti í klettaumgerðinni. Austur með öllu sáum við flata, brimkögraða sandströndina, þar til Dyrhólaey gerði enda á þeirri sýn. Hún gengur fram við sjóinn austur við Mýrdalinn. Gat er í gegnum bergið á fremsta odda hennar, og blasti það við okkur ofan af jöklinum. Yfir Mýrdalinn sáum við allan og jökulbreiðuna norð- ur af honum, þar sem Kötlugjá sefur undir jökulfargi sínu. í Mýrdalnum standa háar og brattar eyjar upp úr sandinum, sem eitt sinn hafa staðið úr sjó eins og Vestmannaeyjar nú. Ein af þeim eyjum er Hjörleifshöfði. Lengra austur hvarf allt í sorta; annars hefðum við séð hina hvítu mön Vatnajökuls. Vestur af var sjónin líka óskýr vegna skýja. Þar var næst okkur tindur- inn á Heklu og hraunbreiðurnar kringum hana. Einnig Þríhyrn- ingur. Yfir Rangárvallasýslu og Árnessýslu sáum við allar í einu, allt vestur að Reykjanesi. Umhverfis okkur var köld og hrikaleg jökulauðn, eins og uppi á heiðum um hávetur. Öll auð jörð var eins og land í fjarska. Skammt frá okkur var Guðnasteinn, eini dökki díllinn á jöklin- um á þessum stað. Það er berghöfði, sem stendur fram úr jökl- inum. Snjórinn hrynur fram af honum jafnt og þétt, og stórar sprungur liggja út frá honum. En það, sem vakti mesta undrun hjá mér, var hinn geysimikli hafflötur, sem við sáum yfir. Eng- inn getur gert sér hugmynd um það nema sá, er sjálfur sér, hví- lík víðátta hafið er, þegar menn líta yfir það frá háum fjöllum. Það mun láta nærri, að Eyjafjallajökull sé sýnilegur 35 danskar mílur frá landi. Þá ætti skip að sjást líka í þeirri fjarlægð af 30 Goðasteinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.