Goðasteinn - 01.09.1968, Blaðsíða 34
Sigurjón Pálsson, Galtalæk:
Kúðafljót
Vilbaldur hét maður, bróðir Áskels hnokans. Hann fór af Ir-
landi til Islands og hafði skip það, er hann kallaði Kúða og
kom í Kúðafljótsós. Hann nam Tungulönd á milli Skaftár og
Hólmsár og bjó á Búlandi. ísólfur hét maður. Hann kom út síð
landnámstíðar og skoraði á Vilbald til landa eða hólmgöngu, en
Vilbaldur vildi eigi berjast og fór brott af Búlandi. Hann átti
þá land milli Hólmsár og Kúðafljóts, en Isólfur fór á Búland og
átti land milli Kúðafljóts og Skaftár.
Af þessum orðum Landnámu mætti ætla, að nafnið Kúða-
fljót hafi einnig náð yfir þann hlutann, sem síðar hét Tungu-
fljót, en víst er um það, að aldrei hefur það náð festu í máli
Skaftfellinga. Þetta eru þær einu fornu heimildir, sem mér eru
kunnar eða tiltækar varðandi Kúðafljót, en gizka mætti á með
nokkurri vissu, að litlar breytingar hafi orðið á farvegi fljóts-
ins frá fyrstu tímum Islands byggðar, eða þangað til að Katla
og Skaftáreldar fóru að skipta sér af því, hvernig landið mynd-
aðist og mótaðist á áhrifasvæði þeirra, þessara ógnvalda skaft-
fellskra byggða. Sjálft Kúðafljót er 25 km að lengd, frá sjó að
vatnamótum Hólmsár, Tungufljóts og Eldvatns. En efstu upp-
32
Goðasteinn