Goðasteinn - 01.09.1968, Page 41
sem undan straumi vita. Fór dýpt sandbleytunnar eftir því, hvað
stórir og djúpir álar lágu sitt hvorum megin við þær. Annars voru
þessar blautu sandeyrar oft nokkuð auðþekktar. Yfirborð þeirra
var annað en hinna, sem fastari voru. Þegar óvenjulegur jökul-
vöxtur hafði staðið um nokkurt skeið, breiddi jökulvatnið egg-
slétta jökulleirhúð yfir allar þær eyrar, sem það flæddi um og
gerði eins að útliti. Þetta jökullcirlag gat orðið svo þétt, að það
hélt uppi hesti, þangað til hann var allur kominn út á kviksyndið,
sem undir var, en sökk þá skyndilega niður, en maðurinn stóð
báðum fótum á leðjunni uppi yfir hestinum í nokkrar sekúndur.
Farvegur Kúðafljóts skiptist í þrennt í höfuðatriðum. Austur-
fljót fyrir austan Sanda, Gvendaráll milli bæjarhólmans og Sand-
hólma, en útfljótið milli Sandhólma og Álftavers. Oftast skiptist
vatnið í alla þessa farvegi og var það umferðinni bezt, en hitt
kom einnig fyrir, að meginvatnið lá í einum farvegi, en skiptist
þar í ála. Gvendaráll var þrengstur og þar var straumþunginn
mestur og erfiðast að finna þar fær vöð. Útfljótið var breiðast,
á að gizka tæpir 4 km. Þar voru sjaldan eins vandfundin vöð;
jafna dýpið var meira, einkum ef vöxtur var í fljótinu, en sand-
bleytur voru aftur á móti meiri, sérstaklega í vestasta hlutanum,
Skálmarvatninu svo kallaða. Þar kom það greinilega fram, hvað
vatn blandast seint, þótt saman renni. Fimm til sex kílómetrar
eru frá því að Skálm kom í Kúðafljót, en samt er vatn hennar
auðþekkt á þeim furðulega jökulkorgi, sem hún flytur með sér.
Þar var heldur aldrei um annað að ræða á þessu svæði, sem var
nálægt einum kílómetra á breidd, en samfelldan bleytusvakka,
sem tók hestum venjulega í miðjan legg eða hné. Vatnið, ásamt
sandbleytunni, var þó ekki dýpra en svo, að næði hestum í kvið.
Að svæði þessu slepptu tóku við dýpri og breiðari álar, sem ekki
voru reiðir nema á einstöku stað. Oft kom það fyrir, að lítið var
af eyrum upp úr, alla leið frá Grjóteyri og austur í Sandhólma.
Ef þoka og dimmviðri var, gátu þær fáu eyrar, sem sjáanlegar
voru, sýnzt torkennilegar í þokunni og oft betra að taka þau
leiðarmerki ekki hátíðlega. Hér gat því verið vandratað og ekki
á annað að treysta en strauminn og þær myndbreytingar, sem
koma fram á yfirborði vatnsins. Fljótt á litið sýndist ókunnug-
Goðasteinn
39