Goðasteinn - 01.09.1968, Blaðsíða 41

Goðasteinn - 01.09.1968, Blaðsíða 41
sem undan straumi vita. Fór dýpt sandbleytunnar eftir því, hvað stórir og djúpir álar lágu sitt hvorum megin við þær. Annars voru þessar blautu sandeyrar oft nokkuð auðþekktar. Yfirborð þeirra var annað en hinna, sem fastari voru. Þegar óvenjulegur jökul- vöxtur hafði staðið um nokkurt skeið, breiddi jökulvatnið egg- slétta jökulleirhúð yfir allar þær eyrar, sem það flæddi um og gerði eins að útliti. Þetta jökullcirlag gat orðið svo þétt, að það hélt uppi hesti, þangað til hann var allur kominn út á kviksyndið, sem undir var, en sökk þá skyndilega niður, en maðurinn stóð báðum fótum á leðjunni uppi yfir hestinum í nokkrar sekúndur. Farvegur Kúðafljóts skiptist í þrennt í höfuðatriðum. Austur- fljót fyrir austan Sanda, Gvendaráll milli bæjarhólmans og Sand- hólma, en útfljótið milli Sandhólma og Álftavers. Oftast skiptist vatnið í alla þessa farvegi og var það umferðinni bezt, en hitt kom einnig fyrir, að meginvatnið lá í einum farvegi, en skiptist þar í ála. Gvendaráll var þrengstur og þar var straumþunginn mestur og erfiðast að finna þar fær vöð. Útfljótið var breiðast, á að gizka tæpir 4 km. Þar voru sjaldan eins vandfundin vöð; jafna dýpið var meira, einkum ef vöxtur var í fljótinu, en sand- bleytur voru aftur á móti meiri, sérstaklega í vestasta hlutanum, Skálmarvatninu svo kallaða. Þar kom það greinilega fram, hvað vatn blandast seint, þótt saman renni. Fimm til sex kílómetrar eru frá því að Skálm kom í Kúðafljót, en samt er vatn hennar auðþekkt á þeim furðulega jökulkorgi, sem hún flytur með sér. Þar var heldur aldrei um annað að ræða á þessu svæði, sem var nálægt einum kílómetra á breidd, en samfelldan bleytusvakka, sem tók hestum venjulega í miðjan legg eða hné. Vatnið, ásamt sandbleytunni, var þó ekki dýpra en svo, að næði hestum í kvið. Að svæði þessu slepptu tóku við dýpri og breiðari álar, sem ekki voru reiðir nema á einstöku stað. Oft kom það fyrir, að lítið var af eyrum upp úr, alla leið frá Grjóteyri og austur í Sandhólma. Ef þoka og dimmviðri var, gátu þær fáu eyrar, sem sjáanlegar voru, sýnzt torkennilegar í þokunni og oft betra að taka þau leiðarmerki ekki hátíðlega. Hér gat því verið vandratað og ekki á annað að treysta en strauminn og þær myndbreytingar, sem koma fram á yfirborði vatnsins. Fljótt á litið sýndist ókunnug- Goðasteinn 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.