Goðasteinn - 01.09.1968, Blaðsíða 44
Bólstruð voru bílsins sæti,
brúað fljót og á,
en sérðu hnakk og söðul hanga?
Sagt þeir gætu frá
tveim, sem heim á hæpnum vöðum
héldu, að lágum rann.
Ef til vill bar einhver Kópur
cinnig söðul þann.
Erlend tízka í efni og fati
átti lítinn stað
þegar vetrar hríðarhamur
hramminn lagði að,
en þarna er lyppulár og rokkur,
ljósan ber það vott
þeirri, er kunni í þráð að spinna
þelið, hlýtt og gott.
Gengum við frá gnægtaborði,
en gáðu að, þarna er ax,
melgrasstöngin bleika, er bar þá
brauð til næsta dags,
þegar hungurvofan virtist
vaka ein við dyr.
Er sú máltíð öllu betri,
er þú neyttir fyr?
Göngum við um gólf og skoðum
geymdan minjasjóð.
Fram á nætur oft við orfið
afi þreyttur stóð,
og við lágar eldhúshlóðir
amma háði stríð. >
En grunninn líka, lúnum höndum,
lögðu að þinni tíð.
42
Goðasteinn