Goðasteinn - 01.09.1968, Síða 48

Goðasteinn - 01.09.1968, Síða 48
dætur í vinnumennsku í framtíðinni. Þá eru sömu menn sífellt að hampa því, að við séum fáir, fátækir og smáir og ala með slxku hjali á minnimáttarkenndum, sem ættu að réttu lagi að heyra fortíð- inni til. Slíkt smæðarhjal er óeðlilegt og framandi hinni bjartsýnu lífstrú á hlutverk okkar í landinu og hættulegt hugsunargangi full- valda þjóðar. Vissulega hefur land okkar sakir legu ýmsa annmarka, en þetta er okkar jörð og það er skylda okkar að trúa á landið og vilja vinna því allt það gagn, sem við megum. í þeirri viðleitni verðum við að treysta á okkur sjálf fyrst og fremst. Betra er hjá sjálfum sér að taka en sinn bróður að biðja, þótt góður kunni að vera. Erlent fjármagn til hjálpar við uppbyggingu atvinnuveganna á að sjálfsögðu fullan rétt á sér, en allt verður það að vera gert með gát og góðri forsjá, og án þess að verða eitthvert trúaratriði, frem- ur en margt annað, sem frá útlöndum rckur á fjörur. Land okkar á margvísleg auðæfi, sem lítt eru enn könnuð, hvað þá nýtt, nema að óverulegu leyti. Starfið hjá okkur er rétt hafið og verkefnin bíða hvarvetna. En í mörgu hefur okkur vel tekizt að byggja upp hið nýja samfélag hins unga og frjálsa íslands. Við þurfum því ekki að skammast okkar né bera kinnroða gagnvart öðrum. Og við höfum mikilvægu hlutverki að gegna. I fyrsta lagi gagnvart landi okkar og þjóð í nútíð og framtíð og í öðru lagi gagnvart öðrum þjóðum og raunar samfélagi allra manna. í nær ellefu aldir höfum við verið útverðir stórmerkrar fornrar og nýrr- ar menningar. Hér höfum við varðveitt íslenzka tungu svo til ó- breytta í aldanna rás, hér höfum við skapað bókmenntir og skáld- skap, sem vart á sér hliðstæðu, og hjá okkur er að finna lífsvið- horf og fornan menningararf, sem er einskonar lífsmeiður allra nor- rænna þjóða. Þessu hlutverki ber okkur að gegna áfram, því að þannig vinnum við ekki aðeins að því að efla og tryggja eigin þjóðmenningu, heldur leggjum um leið af mörkum mikilvægan skerf til þeirrar heimsmenningar, sem við höfum verið með í að skapa. í öllu mannlegu samfélagi skiptast á skin og skúrir, hvað þá í lífi og starfi heillar þjóðar. Það árar misjafnlega, uppskera er góð og ríkuleg eitt árið, en rýr annað. Verðlag er sífellt að breytast á erlendum mörkuðum. Það stígur og hnígur. Gjaldmiðill er ótraust- 46 Goðasteinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.