Goðasteinn - 01.09.1968, Page 50

Goðasteinn - 01.09.1968, Page 50
Einar Einarsson frá Berjanesi: Sagnir Landeyings Vinnusöngur Ég hef stundum verið að hugsa um það, að Jón Thoroddsen sýslumaður hafi ekki ort vísuna: „Úr þcli þráð að spinna“ út í bláinn, heldur haft sanna mynd af lífi og starfi fyrir augum. Skal ég segja dæmi, sem hlýtt getur upp á það: Einhverju sinni, þegar ég var drengur í Berjanesi, var ég sendur um miðjan dag einhverra erinda í vesturbæinn í Ey. Þar bjuggu þá hjónin Páll Ögmunds- son og Guðfinna Jónsdóttir. Eins og venja var til, barði ég þar þrjú högg á bæjardyrnar, en þegar ég var búinn að því og enginn kom til dyra, gekk ég inn í bæinn. Inni í göngum barst þá mikill ómur til mín frá baðstofunni, sem stafaði af því, að konan var að tvinna mórauðan þráð á rokk, sem hafði mjög hátt, en hærra óm- aði þó söngurinn í konunni sjálfri við vinnuna. Hún var að kveða eða syngja siglingavísur úr Bernótusar rímum Borneyjarkappa: Súða lýsti af sólunum, síla víst á bólunum, einatt tísti í ólunum, að sem þrýstu hjólunum. 48 Godasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.