Goðasteinn - 01.09.1968, Blaðsíða 55
Enga aðra hef ég heyrt hafa þessa vísu fyrir munni sér og þó
kynnzt nokkuð mörgu fólki. Furðu gegnir, hvað svona lagaðar
lausavísur geta lifað lengi, lítið eða ekkert aflagaðar.
Um útilegumenn
Það lifði lengi útilegumannatrú í Landeyjum, bæði af því, sem
fólk hafði lesið í Þjóðsögum Jóns Árnasonar og ýmsum munnmæl-
um, sem gengu manna milli og aldrei hafa komizt á prent. Munu
þær nú útdauðar, því enginn er til að blása lífi í þær glæður síðan
Jón sálugi söðli dó.
Ég heyrði Þuríði Jónsdóttur, sem lengi bjó ekkja á Strönd í
Landeyjum, segja frá manni, sem hún mundi eftir, þegar hún var
að alast upp á Voðmúlastöðum í Landeyjum, og hét Erlendur
Helgason. Hann þótti undarlegur í háttum, var lausingi og hvergi
vistráðinn en þó ekki flakkari. Hann hafði þann hátt á hegðun
sinni, að hann keypti hesta og hvarf með þá á vorin, þegar komnir
voru hrossahagar, þar sem þeirra var von. Enginn vissi, hvert Er-
lendur fór, en jafnan var hann þrjár vikur til mánuð í því ferða-
lagi, jafnvel lengur, því enginn hugði að því, hvar hann hélt sig.
Einhverju sinni var hann búinn að kaupa tíu hesta, alla gráa.
Hann hvarf burt með þá og kom með engan aftur.
Eitt af því, sem þótti undarlegt við mann þennan var, að hann
sást aldrei meðhöndla peninga en borgaði þó öllum út, sem hann
skipti við. Var því álit manna, að hann fæli peninga sína í jörðu.
Einu sinni bar svo við, að bóndi var að stinga út úr lambhúsi um
vorið, þar sem Erlendur hafði verið um veturinn, og hrökk þá
kökksnifsi úr jötubekknum. Þar fann bóndinn í holunni skjóðu-
tuðru með eitthvað um 17 spesíum. Það var gizkað á, að Erlend-
ur hefði falið hana þar. Ég man ekki fyrir víst, hvort þetta var á
Efri-Uifsstöðum eða í Hailgeirseyjarhjáleigu.
Eitt af því, sem Þuríður sagði um Erlend frá því, er hann var
hjá foreldrum hennar á Voðmúlastöðum, var að þar tapaðist hrútur-
inn frá ánum um fengitímann. Það var verið að gizka á, að hann
hefði farið í ærnar á Seli eða á einhvern af bæjunum þar í kring.
Goðasteinn
53