Goðasteinn - 01.09.1968, Page 56

Goðasteinn - 01.09.1968, Page 56
Erlcndur sinnti því engu en fór beint austur yfir Ála, austur að Steinmóðarbæ, og þar var hrúturinn, þó engum öðrum hefði dott- ið í hug, að svo gæti verið. Þessu líkt hafði oft verið um hegðun Erlends, líkast því, sem hann hefði dulskynjun eða sagnaranda. Ævilok Erlends urðu á þessa leið: Hann hafði verið óvenju seint á ferðalagi sínu og kom til mannabyggða skaðkalinn á hönd- um og fótum. Var honum þá komið að Móeiðarhvoli til Skúla læknis Thorarensen. Kalið hafðist illa við, og Skúli varð að taka eitthvað af fingrunum og kannske tánum líka. En maðurinn hafði mikla lífslöngun og vildi ekki deyja. Sagt er, að hann hafi haft þau orð við lækninn, að hann skyldi finna hann seinna ef hann læknaði sig ekki. Svo fór, að hann dó. Skúli læknir lagði sig til svefns, þegar hann var búinn að ganga frá líkinu. Dreymdi hann þá, að Erlendur kom að rúminu, hristi framan í hann fingurstúf- ana og var hinn illilegasti. Skúii snaraði sér á fætur, lét kveikja upp eld í smiðju sinni og tók hjartað úr líkinu. Hélt hann því svo í töng yfir eldinum og átti fullt í fangi með að hemja það, því það kvikaði svo mikið. Eftir það bar ekki neitt til tíðinda. Um þetta heyrði ég marga tala, þegar ég var barn að aldri. Þur- íður á Strönd, sem hér um getur, dó 1899, háöldruð merkiskona og lengi ljósmóðir. Hefur víst verið fædd um 1805-10. Bakkabæir voru þeir bæir kallaðir, sem voru neðan við Þverá, suður frá Odda á Rangárvöllum. Þeir voru hluti af Rangárvalla- hreppi nema Skeið, sem var í Hvolhreppi. Oddakirkja átti þess- ar jarðir utan Skeið, sem var í bændaeign. Á Bakkabæjum voru ekki tún annað en balar þeir, sem þurrkaður var á haugur á vorin til eldsneytis, og það sáust óvíða jafnmagrar kýr á vorin sem þar. Á tímabili bar þar töluvert á beinaveiki, einkum í ungum naut- gripum. Þetta lagaðist, þegar farið var að gefa fóðurbæti. Samt voru þetta góðar afkomujarðir, því grasspretta var góð á mýr- unum og land víðáttumikið. Sjó stunduðu Bakkbæingar út frá sandinum eins og þeir, sem nær sjónum bjuggu. Um miðja 19. öld bjó í Stóra-Bakkakoti á Bakkabæjum bóndi, sem Helgi hét. Ekki veit ég um ætt hans eða hvaðan hann var að- fluttur. Hann fór á hverju sumri, seinni part sláttar, með harð- 54 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.