Goðasteinn - 01.09.1968, Síða 56

Goðasteinn - 01.09.1968, Síða 56
Erlcndur sinnti því engu en fór beint austur yfir Ála, austur að Steinmóðarbæ, og þar var hrúturinn, þó engum öðrum hefði dott- ið í hug, að svo gæti verið. Þessu líkt hafði oft verið um hegðun Erlends, líkast því, sem hann hefði dulskynjun eða sagnaranda. Ævilok Erlends urðu á þessa leið: Hann hafði verið óvenju seint á ferðalagi sínu og kom til mannabyggða skaðkalinn á hönd- um og fótum. Var honum þá komið að Móeiðarhvoli til Skúla læknis Thorarensen. Kalið hafðist illa við, og Skúli varð að taka eitthvað af fingrunum og kannske tánum líka. En maðurinn hafði mikla lífslöngun og vildi ekki deyja. Sagt er, að hann hafi haft þau orð við lækninn, að hann skyldi finna hann seinna ef hann læknaði sig ekki. Svo fór, að hann dó. Skúli læknir lagði sig til svefns, þegar hann var búinn að ganga frá líkinu. Dreymdi hann þá, að Erlendur kom að rúminu, hristi framan í hann fingurstúf- ana og var hinn illilegasti. Skúii snaraði sér á fætur, lét kveikja upp eld í smiðju sinni og tók hjartað úr líkinu. Hélt hann því svo í töng yfir eldinum og átti fullt í fangi með að hemja það, því það kvikaði svo mikið. Eftir það bar ekki neitt til tíðinda. Um þetta heyrði ég marga tala, þegar ég var barn að aldri. Þur- íður á Strönd, sem hér um getur, dó 1899, háöldruð merkiskona og lengi ljósmóðir. Hefur víst verið fædd um 1805-10. Bakkabæir voru þeir bæir kallaðir, sem voru neðan við Þverá, suður frá Odda á Rangárvöllum. Þeir voru hluti af Rangárvalla- hreppi nema Skeið, sem var í Hvolhreppi. Oddakirkja átti þess- ar jarðir utan Skeið, sem var í bændaeign. Á Bakkabæjum voru ekki tún annað en balar þeir, sem þurrkaður var á haugur á vorin til eldsneytis, og það sáust óvíða jafnmagrar kýr á vorin sem þar. Á tímabili bar þar töluvert á beinaveiki, einkum í ungum naut- gripum. Þetta lagaðist, þegar farið var að gefa fóðurbæti. Samt voru þetta góðar afkomujarðir, því grasspretta var góð á mýr- unum og land víðáttumikið. Sjó stunduðu Bakkbæingar út frá sandinum eins og þeir, sem nær sjónum bjuggu. Um miðja 19. öld bjó í Stóra-Bakkakoti á Bakkabæjum bóndi, sem Helgi hét. Ekki veit ég um ætt hans eða hvaðan hann var að- fluttur. Hann fór á hverju sumri, seinni part sláttar, með harð- 54 Goðasteinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.