Goðasteinn - 01.09.1968, Page 57

Goðasteinn - 01.09.1968, Page 57
fisk á tveimur hestum. Enginn vissi, hvert hann fór, en alltaf var hann kominn heim, áður en menn riðu á fjall. Það þóttust menn vita, að hann kæmi með kjöt og mör á hestunum til baka. Ekki svo meira um það. Það mun hafa verið um 1865 eða þar nálægt, að tíðarfar var mjög gott um sláttinn, og menn voru búnir með heyskap sýnu fyrr en venja var. Tóku Bakkbæingar sig þá til og fóru að afljúka haust-Bakkaferðinni, áður en þeir riðu á fjall. Svo fljótir voru þeir í þeirri ferð, að fólk var furðu lostið yfir og fór að spyrja, hvernig á þessu stæði, en þeir sögðu engum neitt og vildu ekkert um það tala. Þegar kom fram á vetur, sagði einhver þeirra frá því að á austurleið, hjá Ragnheiðarstöðum í Flóa, eða þar nálægt, ráku þeir fram á þrjá menn með níu hesta í lest. Ekkert töluðu þcir við þá. En þegar kom upp undir Sýrlæki, leggja þeir þar út á eyrarnar í Þjórsá og þeir á eftir. Einn þeirra manna, sem þarna fór, var mikill vexti, á völdum hesti, með stóra vatnastöng og kannaði álana með henni. Allt gekk tafarlaust, og þeir vissu varla af sér, fyrr en þeir voru komnir upp á græn grös, austan við ána. Þá skildu leiðir. Þessir áminnztu þre- menningar fóru upp með Þjórsá en Bakkbæingar austur Holt. Eitt þótti þeim skrýtið við flutning þessara manna: það voru harð- fiskbaggar á sumum hestunum, en hér á Suðurlandi tíðkaðist ekki að fara í skreiðarferðir nema á vorin. Ekki veikti þetta útilegu- mannatrúna. Það mun hafa verið um 1897, að ég heyrði mann einn segja frá því eftir einum verzlunarmanni á Eyrarbakka, að það kæmu þangað menn á hverju vori, sem þeir vissu ekkert, hvaðan væru. Þeir legðu inn ull og tólg og tækju svo út á innleggið. Þeir létu skrifa nöfn sín, en um heimilisfang þeirra væri ekkert að segja eða byggðarlag. Staðarnöfn, sem þeir nefndu, væru oft þessi: Holt, Hóll, Hvoll, Þúfa, Stöng og Puntur. Sjálfsagt hefur þetta verið satt. Goðasteinn 55

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.