Goðasteinn - 01.09.1968, Qupperneq 57

Goðasteinn - 01.09.1968, Qupperneq 57
fisk á tveimur hestum. Enginn vissi, hvert hann fór, en alltaf var hann kominn heim, áður en menn riðu á fjall. Það þóttust menn vita, að hann kæmi með kjöt og mör á hestunum til baka. Ekki svo meira um það. Það mun hafa verið um 1865 eða þar nálægt, að tíðarfar var mjög gott um sláttinn, og menn voru búnir með heyskap sýnu fyrr en venja var. Tóku Bakkbæingar sig þá til og fóru að afljúka haust-Bakkaferðinni, áður en þeir riðu á fjall. Svo fljótir voru þeir í þeirri ferð, að fólk var furðu lostið yfir og fór að spyrja, hvernig á þessu stæði, en þeir sögðu engum neitt og vildu ekkert um það tala. Þegar kom fram á vetur, sagði einhver þeirra frá því að á austurleið, hjá Ragnheiðarstöðum í Flóa, eða þar nálægt, ráku þeir fram á þrjá menn með níu hesta í lest. Ekkert töluðu þcir við þá. En þegar kom upp undir Sýrlæki, leggja þeir þar út á eyrarnar í Þjórsá og þeir á eftir. Einn þeirra manna, sem þarna fór, var mikill vexti, á völdum hesti, með stóra vatnastöng og kannaði álana með henni. Allt gekk tafarlaust, og þeir vissu varla af sér, fyrr en þeir voru komnir upp á græn grös, austan við ána. Þá skildu leiðir. Þessir áminnztu þre- menningar fóru upp með Þjórsá en Bakkbæingar austur Holt. Eitt þótti þeim skrýtið við flutning þessara manna: það voru harð- fiskbaggar á sumum hestunum, en hér á Suðurlandi tíðkaðist ekki að fara í skreiðarferðir nema á vorin. Ekki veikti þetta útilegu- mannatrúna. Það mun hafa verið um 1897, að ég heyrði mann einn segja frá því eftir einum verzlunarmanni á Eyrarbakka, að það kæmu þangað menn á hverju vori, sem þeir vissu ekkert, hvaðan væru. Þeir legðu inn ull og tólg og tækju svo út á innleggið. Þeir létu skrifa nöfn sín, en um heimilisfang þeirra væri ekkert að segja eða byggðarlag. Staðarnöfn, sem þeir nefndu, væru oft þessi: Holt, Hóll, Hvoll, Þúfa, Stöng og Puntur. Sjálfsagt hefur þetta verið satt. Goðasteinn 55
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.