Goðasteinn - 01.09.1968, Page 62

Goðasteinn - 01.09.1968, Page 62
Sigmundur Þorgilsson Minning Sigmundur Þorgilsson, fyrr skólastjóri og bóndi á Ásólfsskála undir Eyjafjöllum, andaðist að hcimili sínu að Hellu 2. júní sl. og var kvaddur af miklum mannfjölda við Ásólfsskálakirkju þann 9. sama mánaðar. Sigmundur var Daiamaður að ætt og uppruna, fæddur í Knarrar- höfn í Hvammssveit 30. nóv. 1893, þar sem foreldrar hans bjuggu þá, Þorgils Friðriksson og Halldóra Sigmundsdóttir. Voru börn þeirra mörg og mönnuðust öll með ágætum. Sigmundur varð gagn- fræðingur frá Menntaskóla Reykjavíkur 1912 og stundaði síðan nám þar um einn vetur í stúdentsdeild. Skólanám hans varð ekki meira en sjálfsnám rækt ævina út. Sigmundur starfaði við kennslu vestur í Dölum og í Reykjavík um nokkur ár, en árið 1920 flutti hann austur undir Eyjafjöll og varð þar kennari og skólastjóri. Gegndi hann þeim störfum til 1958. Unglingakennslu hélt hann uppi um langt árabil. Sigmundur giftist 1939 Björgu Jónsdóttur, er þá bjó á Brúnum undir Eyjafjöll- um eftir fyrri mann sinn, Sigurð Vigfússon. Fluttu þau ári síðar að Ásóifsskála, þar sem þau bjuggu til 1964, en áttu síðan heima á Hellu. Heimili þeirra hjóna laðaði gesti, frábært að gestrisni, jafnt í veitingum, viðræðum og allri alúð. 60 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.