Goðasteinn - 01.09.1968, Page 66
Þórðnr Tómasson:
Byggðasafnsþáttur XIV
Safnvörður í starfi
Byggðasafnsþættir mínir í Goðasteini hafa til þessa fjallað um
einstaka gripi í Skógasafni. Nú ætla ég að breyta út af venju og
bregða upp fáeinum myndum úr starfi safnarans, sem þarf að vinna
safni sínu úti á meðal fólksins, halda kynnum við það og fylgjast
með þeim minjum, sem fortíðin á út um byggðirnar.
Ekki vil ég reyna að lýsa því, hve glaður ég var í sumar, er
Ragnar á Höfðabrekku í Mýrdal afhenti mér gömlu kirkjuklukk-
una, sem einu sinni hafði það hlutverk að hringja til helgra tíða á
Höfðabrekku. Ég sá þá fyrir mér sr. Jón Salómonsson, er hann bjarg-
aði klukkum sínum undan Kötluhlaupinu 1660 og bar þær upp
Tíðabrekku og upp í Klukknhelli. Ég sá líka fyrir mér gömlu
Höfðabrekku, sem nú er sandkafin neðan við Tíðabrekku. Skyldi
framtíðin eiga það eftir að sjá hana rísa þar upp úr rústum sín-
um eða skyldi gamla Katla hafa umturnað þeim með öllu?
Þessi klukka hefur hringt líkhringingu yfir Jórunni Guðmunds-
dóttur, sem lengi var þekkt undir nafninu Höfðabrekku-Jóka, en
aðeins hefur hún verið til sem óbræddur málmur, þegar Jón Lofts-
son kvað hinn sæla biskup, Þorlák helga, í kútinn við kirkjuvígslu
á Höfðabrekku. Afhending klukkunnar í nýja húsinu hans Ragnars
á Höfðabrekku varð mér hátíðlegri fyrir það, að kunningi minn og
kollega, Skúli Helgason, var með í för og tók þátt í gleði minni.
Ósköp var auðnarlegt að iitast um uppi á gamla bæjarstæðinu,
þar sem flest hús voru fallin. Þar er fögur sýn suður um haf og aust-
ur í Höfða. Vindarnir næða þarna mestallan ársins hring, en niðri
64
Goðasteinn