Goðasteinn - 01.09.1968, Síða 77

Goðasteinn - 01.09.1968, Síða 77
Runólfur var ágætur vatnamaður og fylgdi oft fólki yfir Skeið- arársand. Eftir hann birtist ritgerð um, hvernig ætti að velja og ríða vötn árið 1851, og var hún endurprentuð í tímaritinu „Hestur- inn okkar“ 1. tbl. 1967. Engar sagnir hef ég þó heyrt um einstakar ferðir hans yfir Skeiðarársand utan eina, og mun það hafa verið seinasta ferð hans um þær slóðir, enda var hann þá gamall og blind- ur. Hann varð samferða Fljótshverfingum, sem fóru kaupstaðar- ferð á Papós, en hann mun hafa farið að finna börn sín, sem bjuggu í Svínafelli og á Reynivöllum í Suðursveit og dvalið hjá þeim, meðan hinir voru í kaupstaðarferðinni. Ekkert gerðist söguiegt í þeirri ferð, fyrr en þeir komu að Skeið- ará í bakaleið. Hún var þá mikil en þó talin slarkandi, þar sem hún féll bezt. Við ána varð nokkur töf, því menn gengu sem bezt frá klyfjum, áður en lagt var út í, eins og jafnan var gjört, þegar farið var yfir stórárnar. Runólfur var á þaulvönum vatnahesti og fór ekki af baki meðan á þessu stóð. Hesti hans leiddist biðin, enda heimfús, og lagði í ána, félögum Runólfs tii mestu skelfingar, því brotið var vandfarið, svo ekkert mátti út af bera, en klárinn þræddi það eins og bezt mátti verða og skilaði Runólfi heilum yfir. Þá varð einum félaga hans að orði: „Annskoti hefir kallinn verið góður (vatnamaður), meðan hann sá.“ Ljóð Rangæinga Sýnisbók rangæskrar ljóðagerðar á 20. öld er komin út. í bókinni eiga ljóð sextíu og átta höfundar. Hún er 232 bls. að stærð, prentuð á mjög góðan pappír og öll hin varrdaðast í ytra búnaði. Auk ljóðanna eru í bókinni myndir og æviágrip höfundanna. Væntum við að Rangæingum og fólki af rangæskum ættum sem og öðrum ljóðaunnendum þyki fengur að bókinni og styrki okkur útgef- endur með því að kaupa hana. Ljóð Rangœinga er sérlega heppileg gjafabók. Gefið Ljóð Rangæinga sem jólagjöf í ár. GOÐ ASTEIN SÚTGÁF AN Skógum Goðasteinn 75
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.