Goðasteinn - 01.09.1968, Side 79
eitthvað gátu klambrað. Á Stóra-Hofi var fjöldi manns í heimili,
ungir og gamlir, um tuttugu manns. Það þurfti líka oft að beizla
hest, verkefnin voru óþrjótandi, enda var ííka mikið unnið. Ég var
þarna heimilismaður í tvö ár.
Næsta sumar var ég í Þykkvabænum, það var sumarið 1914. Búið
var að ákveða að rífa Háfskirkju og flytja hana í Þykkvabæinn.
Réðist ég þangað sem smiður og var frá byrjun og þangað til búið
var að vígja kirkjuna. Var það gert seint í september. Þetta er
steinsteypt hús og er með fyrstu steinhúsum hér á Suðurlandi. Feng-
inn var vanur múrari úr Reykjavík, og svo vorum við fjórir smið-
irnir. Þá var lítil tæknin, aðeins skófla til að hræra steypuna, og
gerðu það sóknarmenn. Var þeirri vinnu jafnað niður. Steypunni
var mokað í fötur og hún dregin upp í bandi. Það mundi þykja
lítill gangur nú á dögum. Á þessum tíma var Þykkvibærinn umflot-
inn vatni, Djúpós að ofan, Háfsós að vestan, og voru bæirnir á
rimum og börðum og hlaðnir garðar til að ganga á milli bæja.
Við vorum tveir sem höfðum húsnæði hjá Hafliða Guðmundssyni
í Búð. Hann var þá að byrja búskap. Þar fengum við fæði og þjón-
ustu, og mun Hafliði hafa fengið 60-70 aura fyrir hvorn okkar á
dag. Það var Tómas Tómasson frá Reyðarvatni, sem var með mér
í Búð, góður smiður og skemmtilegur félagi.
Við fórum í útreiðartúra á sunnudögum og höfðum tvo hesta
hvor. Hópferðir voru farnar upp á Rangárvelli, svo og á íþrótta-
mót Skarphéðins að Þjórsártúni. Þá voru rigningar og þess vegna
meira í vötnunum. Á mótinu voru margir mættir og voru kaffi-
veitingar og þess háttar, og var ég þar hjálparmaður við söluna.
Mér er minnisstætt, að það kom einn stórbóndi að fá sér kaffi og
tók hann upp hundrað króna seðil til að borga kaffið með, en það
kostaði 25 aura. Svo stóran pening hafði ég aldrei séð fyrr. Vegna
þess að ég var þarna við afgreiðsluna komst ég ekki með fólkinu
niður í Þykkvabæ um kvöldið og varð að bíða morgundagsins. Var
ég einn og hafði tvo fola fjögurra vetra til reiðar. Þegar ég kom að
Háfsósum, sé ég að þeir eru geisilega vatnsmiklir, og var ég á
báðum áttum með að leggja út í þá á Jarpi mínum ef það yrði
sund. Vatnið var bæði djúpt og breitt, og lenti ég á rogasundi, en
það fór allt vel, og skilaði Jarpur mér í land. Fannst mér og öðr-
Goðasteinn
77