Goðasteinn - 01.09.1968, Page 83

Goðasteinn - 01.09.1968, Page 83
í Arabæjarhjáleigu, vorum búnir að ákveða að fara til Reykjavíkur með smjör, sem safnazt hafði um veturinn, selja það þar og fá í staðinn aðra vöru til búsins. Fórum við snemma dags að heiman og komumst að Kotströnd um kvöldið og vorum þar um nóttina. Næsta dag fórum við snemma af stað og lögðum á Hellisheiði en lentum í stórhríð og umbrotaófærð og komumst við illan leik að Kotströnd aftur. Suðurferðin var þar með búin. Síðan fórum við að Stokkseyri og höfðum að pranga út smjörinu þar og fá eitthvað í staðinn, en hvað það var hagkvæm verzlun man ég nú ekki. Það var nokkrum dögum eftir þessa ferð, að Bjarnheiður kona mín veikist. Það höfðu verið veikindi á næsta bæ og var það haft eftir lækninum, sem skoðaði fóikið þar, að það væri skarlatssótt, sem að því gengi, en samgangur var á milli bæjanna. Ég sótti Ólaf lækni í Þjórsártúni og líka lækni af Eyrarbakka og gáfu þeir það helzt í skyn, að það mundi vera skarlatssótt, sem hér væri á ferð- inni. Bjarnheiður varð mikið veik, og eftir fáa daga var hún dáin. Við vorum þá sett í sóttkví og höfð í henni fram yfir jarðarförina. Voru menn varla fáanlegir til þess að bera kistuna og þeim feng- in sóttvarnarmeðöl til varnar. Við vorum höfð í einangrun ákveð- inn tíma, og þegar sá tími var liðinn, voru sendir menn til að sótt- hreinsa. Var það gert mjög rækilega og mörgu brennt, sem var nýtilegt. Þetta var mikið áfall fyrir mig og sár söknuður að missa mína ungu og góðu konu í blóma lífsins, aðeins þrjátíu ára gamla. Nú þýddi ekki að kvarta heldur að taka þessu með rólegheitum og biðja guð um náð og miskunn. Nú var ég búinn að missa mína góðu konu eftir þriggja ára sam- búð og hvað átti ég nú að gera? Það var spurning, sem þurfti dá- litla yfirvegun. Varð það að samkomulagi að ég yrði áfram í Ara- bæ og Kristrún tengdamóðir mín ráðskona hjá mér. Var hún það í tvö ár. En á þeim tíma fékk ég mér aðra stúlku til að búa með. Var það Margrét Halldórsdóttir frá Sandhólaferju. Ég giftist henni vorið 1923 og flutti hún til mín það sama vor. Margrét var mjög vcl gefin, bráðgáfuð og mikið í hana varið. Hún var hálfsystir Runólfs Halldórssonar á Rauðalæk. Margréti fannst, að hún mundi ekki una sér nógu vel í Arabæ og óskaði eftir að komast austur yfir Goðasteinn 31

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.