Goðasteinn - 01.09.1968, Síða 83

Goðasteinn - 01.09.1968, Síða 83
í Arabæjarhjáleigu, vorum búnir að ákveða að fara til Reykjavíkur með smjör, sem safnazt hafði um veturinn, selja það þar og fá í staðinn aðra vöru til búsins. Fórum við snemma dags að heiman og komumst að Kotströnd um kvöldið og vorum þar um nóttina. Næsta dag fórum við snemma af stað og lögðum á Hellisheiði en lentum í stórhríð og umbrotaófærð og komumst við illan leik að Kotströnd aftur. Suðurferðin var þar með búin. Síðan fórum við að Stokkseyri og höfðum að pranga út smjörinu þar og fá eitthvað í staðinn, en hvað það var hagkvæm verzlun man ég nú ekki. Það var nokkrum dögum eftir þessa ferð, að Bjarnheiður kona mín veikist. Það höfðu verið veikindi á næsta bæ og var það haft eftir lækninum, sem skoðaði fóikið þar, að það væri skarlatssótt, sem að því gengi, en samgangur var á milli bæjanna. Ég sótti Ólaf lækni í Þjórsártúni og líka lækni af Eyrarbakka og gáfu þeir það helzt í skyn, að það mundi vera skarlatssótt, sem hér væri á ferð- inni. Bjarnheiður varð mikið veik, og eftir fáa daga var hún dáin. Við vorum þá sett í sóttkví og höfð í henni fram yfir jarðarförina. Voru menn varla fáanlegir til þess að bera kistuna og þeim feng- in sóttvarnarmeðöl til varnar. Við vorum höfð í einangrun ákveð- inn tíma, og þegar sá tími var liðinn, voru sendir menn til að sótt- hreinsa. Var það gert mjög rækilega og mörgu brennt, sem var nýtilegt. Þetta var mikið áfall fyrir mig og sár söknuður að missa mína ungu og góðu konu í blóma lífsins, aðeins þrjátíu ára gamla. Nú þýddi ekki að kvarta heldur að taka þessu með rólegheitum og biðja guð um náð og miskunn. Nú var ég búinn að missa mína góðu konu eftir þriggja ára sam- búð og hvað átti ég nú að gera? Það var spurning, sem þurfti dá- litla yfirvegun. Varð það að samkomulagi að ég yrði áfram í Ara- bæ og Kristrún tengdamóðir mín ráðskona hjá mér. Var hún það í tvö ár. En á þeim tíma fékk ég mér aðra stúlku til að búa með. Var það Margrét Halldórsdóttir frá Sandhólaferju. Ég giftist henni vorið 1923 og flutti hún til mín það sama vor. Margrét var mjög vcl gefin, bráðgáfuð og mikið í hana varið. Hún var hálfsystir Runólfs Halldórssonar á Rauðalæk. Margréti fannst, að hún mundi ekki una sér nógu vel í Arabæ og óskaði eftir að komast austur yfir Goðasteinn 31
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.