Goðasteinn - 01.09.1968, Blaðsíða 84
Þjórsá á sínar gömlu stöðvar. Það varð að samkomulagi að ég
leitaði eftir, hvort nokkurt býli mundi vera laust úr ábúð á þess-
um slóðum.
Um haustið fyrir jólin, þegar Þjórsá var orðin ísilögð, fórum við
Margrét austur yfir Þjórsá, að Syðri-Rauðalæk, að heimsækja
frændur og vini á æskustöðvum okkar og gistum á Rauðalæk hjá
Runólfi. Hann var búhöldur mikill og átti margar jarðir um það
skeið. Nú berst það í tal við Runólf hver hugur Margrétar er og að
hana langi að komast í Holtin aftur. Segir hann okkur þá, að vel
geti farið svo að það losni jörð úr ábúð, sem hann eigi, á næsta
vori. Það voru hálfar Brekkurnar, næsti bær við Rauðalæk, þægilegt
býli, en þó þurfti að laga margt en lítið að kaupa, og segist Run-
ólfur skuli láta okkur vita ef jörðin losnaði. Að þessu loknu fór-
um við heim aftur og biðum eftir boðum frá Runólfi. Líður nú
tíminn, og er mig farið að lengja eftir fréttum af Brekkunum og
er farinn að spyrja eftir jarðnæði víða, en það var eins og það
ætlaði lítið af jörðum að losna þennan vetur. Samt heyrði ég tal-
að um eina jörð þar eystra, en þó ekki með neinni vissu. Það var
komið fram í febrúar og fór ég að búa mig í ferðalag ,að leita fyrir
mér, að fá fréttir af þessari jörð og ætlaði að fara að leggja á
hestinn, en á sömu stundu kom maður frá Runólfi með þau boð,
að við getum fengið Brekkurnar. Fer ég þá til hans, til þess að
tala við hann. Verður það að samkomulagi, að ég fái þetta býli.
Þetta var árið 1924. Var kona mín ánægð með þessi málalok. Nú
var eftir að fá ábúanda á Arabæinn. Mér tókst það fljótlega, og
var það Eiríkur Magnússon, mágur minn, sem vildi taka jörðina
til ábúðar. Hann bjó þá á Sýrlæk.
Nú var ég mjög skuldugur og hafði því áhuga á að reyna að
lækka skuldirnar um leið og ég hefði jarðaskipti. Skuldir mínar
voru um kr. 8.000,00 og var það mikið á þeim tímum. Nú fór ég
að reyna að semja og selja. Ég samdi við Eirík um, að hann taki
við bankaskuldinni, og varð það úr að gerð voru nafnaskipti í
bankanum. Var það hagkvæmt fyrir mig. Síðan seldi ég allar ærn-
ar, 70 að tölu, á kr. 38,00 pr. stk. 2 hesta á kr. 400,00 hvorn, og 2
kýr á kr. 400,00 hvora. Þetta var mjög fallegur fénaður allt sam-
an, enda gekk mér vel að selja þessar skepnur og þótti verðið
82
Goðasteinn