Goðasteinn - 01.09.1968, Page 86
Ég var alkominn að Brekkum 15. júní. Húsakynni þar voru frem-
ur lítil; baðstofa með kjallara, þriggjarúmalengd og helmingurinn
af henni jarðarhús. Skúrar voru við báðar hliðar hennar. Einnig
var þarna hlóðareldhús og fjós fyrir 6 kýr. Líka voru sem jarðar-
hús, 2 hesthús, lambhús og fjárhús. Öll voru þessi fénaðarhús með
torfþaki. Hlaða var við fjárhúsið, og tók hún 100 hesta af heyi.
Húsin voru lítil og sum af þeim mjög léleg, enda lágt metin. Það
sem ég keypti af húsum var metið á 700 krónur. Jörðinni fylgdi
1 kýr og 3 ær í kvígildi. Eftirgjald hennar var 30 pund af smjöri,
2 ær með lömbum og 4 geldingar veturgamlir. Átti þctta að greið-
ast í fardögum ár hvert. Túnið var fremur lítið, hefur líklega verið
í kringum 3 hektarar að stærð. Túngirðing mjög léleg og túnin í ó-
hirðu, enda fékk ég lítið af þcim fyrstu árin, aðeins 2 kýrfóður á
ári. Fyrstu árin náði ég dálitlu af kúaheyi úr Safamýri. Það var
mikið fyrir því haft og ekki hægt að fara nema 2 ferðir á dag, og
svo varð maður að borga töluvert í slægjukaup. Var það auka-
gjald, sem bættist við eftirgjald jarðarinnar. Mér er næst að segja,
að það væri ekki neitt til að slá á Brekkum og enginn blettur af-
girtur nema túnið. Það þurfti að laga túngirðinguna mikið og voru
nú mörg verkefni framundan.
Byrjaði ég nú að búa í annað sinn og byrjaði á að slétta túnið,
en þá vantaði áburðinn, en hann fór að koma á næstu árum. Ég
fann mig knúðan til að reyna að byggja hlöðu og byggði ég mér
hlöðutóft. Átti hún að taka 400 hesta af heyi. Nú vantaði mig pen-
inga til þess að geta keypt járn og timbur yfir tóftina, og varð ég
að fara og reyna að fá þá að láni. Fékk ég lánaðar 600 krónur
hjá næsta nágranna, og í vexti af þessu láni greiddi ég 4 lambsfóð-
ur á ári. Þetta voru kannske háir vextir, cn samt hafði ég af þessu
mikið gagn. Tók það mig mörg ár að greiða þessar krónur á þess-
um kreppuárum, en samt hafðist það. Ég var oft beðinn að koma í
byggingarvinnu og stundaði það ef til vill of mikið, „en neyðin
kcnnir naktri konu að spinna,“ og sannaðist það á mér. Ég var svo
heppinn að geta fengið góðan strák, sem var duglegur og hugsaði
vel um fénaðinn, en ég hafði meira kaup en ég borgaði honum og
jók þetta tekjur mínar dálítið. Þetta var allt of lítið bú og gekk
illa að stækka það. Það vantaði að geta náð í meiri hey, en þetta
84
Goðasteinn