Goðasteinn - 01.09.1968, Síða 86

Goðasteinn - 01.09.1968, Síða 86
Ég var alkominn að Brekkum 15. júní. Húsakynni þar voru frem- ur lítil; baðstofa með kjallara, þriggjarúmalengd og helmingurinn af henni jarðarhús. Skúrar voru við báðar hliðar hennar. Einnig var þarna hlóðareldhús og fjós fyrir 6 kýr. Líka voru sem jarðar- hús, 2 hesthús, lambhús og fjárhús. Öll voru þessi fénaðarhús með torfþaki. Hlaða var við fjárhúsið, og tók hún 100 hesta af heyi. Húsin voru lítil og sum af þeim mjög léleg, enda lágt metin. Það sem ég keypti af húsum var metið á 700 krónur. Jörðinni fylgdi 1 kýr og 3 ær í kvígildi. Eftirgjald hennar var 30 pund af smjöri, 2 ær með lömbum og 4 geldingar veturgamlir. Átti þctta að greið- ast í fardögum ár hvert. Túnið var fremur lítið, hefur líklega verið í kringum 3 hektarar að stærð. Túngirðing mjög léleg og túnin í ó- hirðu, enda fékk ég lítið af þcim fyrstu árin, aðeins 2 kýrfóður á ári. Fyrstu árin náði ég dálitlu af kúaheyi úr Safamýri. Það var mikið fyrir því haft og ekki hægt að fara nema 2 ferðir á dag, og svo varð maður að borga töluvert í slægjukaup. Var það auka- gjald, sem bættist við eftirgjald jarðarinnar. Mér er næst að segja, að það væri ekki neitt til að slá á Brekkum og enginn blettur af- girtur nema túnið. Það þurfti að laga túngirðinguna mikið og voru nú mörg verkefni framundan. Byrjaði ég nú að búa í annað sinn og byrjaði á að slétta túnið, en þá vantaði áburðinn, en hann fór að koma á næstu árum. Ég fann mig knúðan til að reyna að byggja hlöðu og byggði ég mér hlöðutóft. Átti hún að taka 400 hesta af heyi. Nú vantaði mig pen- inga til þess að geta keypt járn og timbur yfir tóftina, og varð ég að fara og reyna að fá þá að láni. Fékk ég lánaðar 600 krónur hjá næsta nágranna, og í vexti af þessu láni greiddi ég 4 lambsfóð- ur á ári. Þetta voru kannske háir vextir, cn samt hafði ég af þessu mikið gagn. Tók það mig mörg ár að greiða þessar krónur á þess- um kreppuárum, en samt hafðist það. Ég var oft beðinn að koma í byggingarvinnu og stundaði það ef til vill of mikið, „en neyðin kcnnir naktri konu að spinna,“ og sannaðist það á mér. Ég var svo heppinn að geta fengið góðan strák, sem var duglegur og hugsaði vel um fénaðinn, en ég hafði meira kaup en ég borgaði honum og jók þetta tekjur mínar dálítið. Þetta var allt of lítið bú og gekk illa að stækka það. Það vantaði að geta náð í meiri hey, en þetta 84 Goðasteinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.