Goðasteinn - 01.09.1968, Page 89
næstu bæja við smíðar, þó kaupið væri lítið. Það gekk illa að
stækka búið, og þessar krónur, sem ég fékk fyrir smíðar, björguðu
mér mikið. Bauðst mér meiri vinna en ég gat afkastað. Nú var
kominn sá tími að ég færi að byrja að slá túnið, átti bara eftir að
vinna síðasta daginn við smíðina og bjóst við að vera kominn
heim kl. 4 um daginn, en það dróst, og ég kom ekki heim fyrr en
kl. 6. Var mér þá sagt, að Margrét kona mín hefði orðið mikið
veik og væri búið að sækja Helga Jónasson lækni. Var hann stadd-
ur hjá henni, en hvað væri að Margréti, gat hann ekki sagt mér.
Það hafði komið fyrir áður, að hún fengi óþolandi kvalaköst og
var farið að tala um, að þetta þyrfti að láta athuga og hún færi
til Reykjavíkur til rannsóknar. Mér varð bilt við, þegar ég kom í
bæinn og leit Margréti og fannst ég sjá hvað væri að gerast. Ég
fór því til Þórunnar Þórðardóttur ljósmóður í Meiri-Tungu og bað
hana að koma til okkar. Var það auðsótt, kom hún með mér og
vöktum við bæði yfir Margréti um nóttina. Þetta var stutt dauða-
stríð, hún var dáin kl. 5 um morguninn. Það er stundum stutt á
milli lífs og dauða.
Nú var ég illa settur og varð að reyna að fá mér stúlku til að
vera í bænum yfir sumarið. Mér hugkvæmdist þá að fara að Sum-
arliðabæ til Jónínu systur minnar, en hún átti uppkomnar dætur.
Mér var þar vel tekið og fékk ég eina dótturina þar, Jóhönnu
Jónsdóttur. Jóhanna mátti vera hjá mér yfir sláttinn. Þarna vai
mér gerður mikill greiði, og ég veit, að ég hef aldrei borgað, eins
og mér hefði borið.
Nú var ég búinn að missa mína mikilhæfu konu og orðinn ekkju-
maður í annað sinn, einn með fjögur börn okkar. Það segir mál-
tækið að enginn viti hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Þetta olli
mcr miklum áhyggjum og erfiðleikum, og voru mér gefin ráð og
brýnt fyrir mér að kvænast í þriðja sinn, en ég hafði ekki áhuga
fyrir því. Það er líka til málsháttur er segir, að það séu fáir sem
faðir en enginn sem móðir.
Ég var á Brekkum í tvö ár, eftir að ég missti Margréti. Kristrún
dóttir mín var farin frá mér, þegar Margrét dó. Hún ólst upp hjá
Þorsteini bróður mínum og konu hans, Sigríði Ólafsdóttur á Ás-
mundarstöðum. Þau áttu ekki börn ogf óskuðu eftir að fá hana og
Goðasteinn
87