Goðasteinn - 01.09.1968, Qupperneq 91

Goðasteinn - 01.09.1968, Qupperneq 91
yrði maður tiltækur þegar ég kæmi austur. Það fór eins og mig grunaði, að sá maður var ekki tiltækur. Við komumst austur í Vík fyrsta daginn, en þá bilaði bíllinn og urðum við að bíða í Víkinni næsta dag, meðan viðgerð fór fram á honum. Næsta dag komumst við að Núpsstað. Var þá kominn maður frá Skaftafelli með hesta til þess að sækja okkur. Daginn eftir var lagt af stað á Skeiðarársand og komið að Skaftafelli kl. 4 í góðu veðri. Það átti að vera til teikning af húsinu, þegar ég kæmi, en það var með teikninguna eins og manninn; hún var ekki til heldur. Það varð að samkomulagi hjá okkur Ingigerði, að við yrð- um að búa til eitthvert riss af húsmynd. Byrjuðum við á því strax og lukum við það um kvöldið. Var farið eftir henni, og er mér sagt, að húsið sé notað ennþá. Morguninn eftir var hafizt handa við húsbygginguna, og var efnið rekastaurar. Mikið var búið að rista af þeim, og mikið var til af óristum staurum. Þarna á Skaftafelli bjuggu fjórir bræður félagsbúi á þessum ár- um og voru tveir af þeim næstum því alia daga að rista rekastaura í 6 vikur, en ég að smíða úr þessu efni. Þurfti ég stundum að taka öxina, og tafði það mikið fyrir, móti því að smíða úr aðkeyptu timbri. Einnig þurfti ég að rífa niður gamla bæinn. Mér var sagt að hann væri 100 ára gamall. Var sízt betra að vinna úr því efni, sem í honum var, en hann var ófúinn og timbrið svo hart, að það var eiginlega hvorki hægt að saga það né reka í það nagla. Þetta var víst allt tómur rekaviður. Voru sum borðin mjög breið og mér virtist vel söguð. Scnnilega hefur mest verið smíðað úr reka- við í Oræfunum. Við Þorsteinn unnum af kappi við þessa bygg- ingu og gekk það sæmilega, enda sögðu Öræfingar, að það gengi eins og í lygasögu. Við vorum heppnir með veður. Ég held ég hafi ekki lifað jafn gott veður eins og þarna var, og því til sönnunar er það, að oft voru gestir, sem sváfu í tjöldum og hafði ég ekki séð það fyrr, að fullorðið fólk væri allsbert að baða sig og striplast í sólskininu eins og krakkar út um allt tún. Framhald. í nœsta hefti. Goðasteinn 89
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.