Goðasteinn - 01.03.1972, Blaðsíða 19

Goðasteinn - 01.03.1972, Blaðsíða 19
menn skyldu vera af ættum þeirra, er goðorðin höfðu að fornu uppgefið. Árni Dalskeggur Einarsson kemur víða við gjörninga og er dómsmaður í dómum. Af jarðeignum þessara ættmenna verða aðeins fáar taldar: Djúpidalur, Möðrufell og Kristnes í Eyjafirði og Eyrareignir í Álftafirði vestra, sem talið er, að Árni Dalskeggur hafi erft eftir lát Hrafns Snorrasonar móðurbróður síns, en móðir Árna Dal- skeggs, kona Einars í Djúpadal, segir Steinn Dofri ættfræðingur, að hljóti að hafa verið Vigdís Snorradóttir á Saxahvoli, d. 1377, Bjarnarsonar frá Grund, Loptssonar, Hálfdánarsonar á Keldum Sæmundssonar frá Odda og Steinvarar Sighvatsdóttur, Sturluson- ar. Sámsstaði í Fljótshlíð átti Eyjólfur einnig. Eyjólfur Einarsson sezt að í Dal um 1475, er fyrrum bjó Run- ólfur goði, bærinn einnig nefndur Stóridalur eða Efridalur. Hann hefur eignast Höfðabrekku um þetta leyti og helzt hún í ættinni rúmlega þrjú hundruð ár, sem getið er um í ævisögu séra Jóns prófasts Steingrímssonar. Árni Einarsson bróðir Eyjólfs lögmanns bjó í Djúpadal, og höfðu forfeður hans átt jörðina. Hann gjörði Ólafi Hólabiskupi Rögnvaldssyni skil fyrir fé kirkjunnar 1491. Ekkja hans giftist Pétri Loptssyni, Ormssonar, Loptssonar ríka. Árna nafnið Dalskeggs hefir gengið í ættinni reglulega mann fram af manni og má rekja það aftur til 12. aldar. Eyjólfur lögmaður var kvæntur Ragnheiði Eiríksdóttur, Kráks- sonar hins gamla á Skarði á Landi, sem kominn var af Skóga- ætt og Svínfellingum. Ragnheiður var þrígift og Eyjólfur síðasti maður hennar. Hún var fyrst gift Þorsteini Helgasyni á Reyni, lögmanns Guðnasonar og Akra Kristínar. Annar maður Ragn- heiðar var Magnús Jónsson á Krossi í Landeyjum, er aðför varð gerð að, Krossreið, 1471, og hann myrtur. Eyjólfur lögmaður og hirðstjóri, er kenndur var við Djúpadal og Möðrufell í Eyjafirði, settist að í Stóradal undir Eyjafjöllum sem fyrr segir, einu frægasta höfuðbóli landsins, er hann mun hafa keypt af Helga Teitssyni, sonarsyni Helga Styrssonar, um 1475. Eyjólfur Einarsson lögmaður og Einar faðir hans í Djúpadal höfðu báðir haft sýsluvöld, hinn síðarnefndi í Þingeyjarsýslu og Eyjólfur í Skaftafellssýslu. Sonur Eyjólfs lögmanns og Ragnheiðar Godasteum 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.