Goðasteinn - 01.03.1972, Blaðsíða 19
menn skyldu vera af ættum þeirra, er goðorðin höfðu að fornu
uppgefið. Árni Dalskeggur Einarsson kemur víða við gjörninga
og er dómsmaður í dómum.
Af jarðeignum þessara ættmenna verða aðeins fáar taldar:
Djúpidalur, Möðrufell og Kristnes í Eyjafirði og Eyrareignir í
Álftafirði vestra, sem talið er, að Árni Dalskeggur hafi erft eftir
lát Hrafns Snorrasonar móðurbróður síns, en móðir Árna Dal-
skeggs, kona Einars í Djúpadal, segir Steinn Dofri ættfræðingur,
að hljóti að hafa verið Vigdís Snorradóttir á Saxahvoli, d. 1377,
Bjarnarsonar frá Grund, Loptssonar, Hálfdánarsonar á Keldum
Sæmundssonar frá Odda og Steinvarar Sighvatsdóttur, Sturluson-
ar. Sámsstaði í Fljótshlíð átti Eyjólfur einnig.
Eyjólfur Einarsson sezt að í Dal um 1475, er fyrrum bjó Run-
ólfur goði, bærinn einnig nefndur Stóridalur eða Efridalur. Hann
hefur eignast Höfðabrekku um þetta leyti og helzt hún í ættinni
rúmlega þrjú hundruð ár, sem getið er um í ævisögu séra Jóns
prófasts Steingrímssonar. Árni Einarsson bróðir Eyjólfs lögmanns
bjó í Djúpadal, og höfðu forfeður hans átt jörðina. Hann gjörði
Ólafi Hólabiskupi Rögnvaldssyni skil fyrir fé kirkjunnar 1491.
Ekkja hans giftist Pétri Loptssyni, Ormssonar, Loptssonar ríka.
Árna nafnið Dalskeggs hefir gengið í ættinni reglulega mann
fram af manni og má rekja það aftur til 12. aldar.
Eyjólfur lögmaður var kvæntur Ragnheiði Eiríksdóttur, Kráks-
sonar hins gamla á Skarði á Landi, sem kominn var af Skóga-
ætt og Svínfellingum. Ragnheiður var þrígift og Eyjólfur síðasti
maður hennar. Hún var fyrst gift Þorsteini Helgasyni á Reyni,
lögmanns Guðnasonar og Akra Kristínar. Annar maður Ragn-
heiðar var Magnús Jónsson á Krossi í Landeyjum, er aðför varð
gerð að, Krossreið, 1471, og hann myrtur.
Eyjólfur lögmaður og hirðstjóri, er kenndur var við Djúpadal
og Möðrufell í Eyjafirði, settist að í Stóradal undir Eyjafjöllum
sem fyrr segir, einu frægasta höfuðbóli landsins, er hann mun hafa
keypt af Helga Teitssyni, sonarsyni Helga Styrssonar, um 1475.
Eyjólfur Einarsson lögmaður og Einar faðir hans í Djúpadal
höfðu báðir haft sýsluvöld, hinn síðarnefndi í Þingeyjarsýslu og
Eyjólfur í Skaftafellssýslu. Sonur Eyjólfs lögmanns og Ragnheiðar
Godasteum
17